Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Síða 105
83
skjöl, og nú langaði okkur eins sáit til að kom-
ast út undir bert loit.
En við vorum ekki undir eins slopnir. Ó-
notalegur náungi einn skipaði okkur inn í þröng-
ina, þegar við beiddum hann um fararleyfi. Við
sáum fljótt ástæðuna. Hver og einn var fyrst
yfirheyrður, til að vita, hvort enginn hefði verið
rændur. Þegar það var úti, var okkur leyft að
fara út og ganga hægt framhjá eldhúsinu. Þar
stóð eldamaður með þjón sinn, og fékk hverjum
manni bolla af heitu kaffi og brauð»neið um leið
og hann gekk hjá. Við hvolfdum í okkur kaff-
inu, og það var eins og úlfar væri að rífa í sig,
þegar menn borðuðu brauðið á leiðinni ofan
tröppurnar og út á strætið.
Eg komst vaila úr sporunum, en Clark
studdi mig og vafði um mig handleggnum, þeg-
ar ég þurfti þess. Honum kom víst ekki til hug-
ar að yfirgefa mig, þó ég væri svona á mig kom-
inn. Við þvoðum okkur á vatnsbakkanum og
þurftum að núa duglega til þess að vatnið ekki
frysi á okkur, og ég baðaði fótinn úr vatninu ís-
köldu. Það hresti mig og ég fór að geta gengið
einu. Allan fyrri part dagsins löbbuðum við
þar sem nokkurrar vinnu var von, og alstaðar
voru svörin hin sömu; ýmist gátum við lesið til-
finningu og hluttekningu á andlitum þeirra, er
við áttum við, eða okkur var vísað burt með
hörku og fyrirlitningu. Það var farið að líða á
daginn, þegar við komum að stórri búð. Á
gangstéttinni fyrir framan hana var hlaðið há-
um stöfium af apelsínukössum, liver röðin við
aðra, og tveir störir vagnar stóðu t.l þess búnir
að taka við hleðslu. Mér fanst ég ekki geta
gengið lengur; ég var máttlaus af hungri og.