Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Síða 106
84
höfuðið á mér var undarlega tömt. Alt, sem ég
sá, var eins og í draumi og óvissu, nema það
eitt, að eg þurfti mat. Það var naumast, að ég
gæti haldið mér frá að fara í ávextina, sem voru
alt í kring um mig, en vitneskjan um þaö, að ég
kæmist í ölukku, ef ég gerði það, kom á eftir eins
og í þoku.
Við förum inn í búðina. Verslunarmaður-
inn og tveir ökumenn voru að rífast; tveir eða
þrir aðrir menn voru í miklu annríki að gegna
kaupendum. Alt var í uppnámi, og staðurinn
hinn öálitlegasti til að fá nokkra ásjá. Við urð-
um því alveg steinhissa, þegar verslunarmaður-
inn kallaði til okkar: ,.Heyrið þið þarna, menn;
viljið þið gera atvik fyrir mig? Farið þið út og
hlaðið þessum apelsínum á vagnana. og ég skal
gefa hverium ykkar 50 cents.“
Það leið ekki yfir okkur, og ekki heldur
föðmuðum við hvor annan i gleði okkar; en við
fórum út orðalaust og flýttum okkur að bj'rja að
lyfta kössunum upp í vagninn.
Clark varð fyrri til að tala:
,,50 cent, lagsmaður! —50 cent!“ endurtök
hann í lágum tón. Það var eins og hann væri
að reyna að sannfæra sjálfan sig um. að það
væri satt, að við hefðum verið svona ötrúlega
hennir, og s^o bætti hann við/
,,Nú fáum við mat, félagi; nú fáum við mat.“
En það leið a nokkru áður en við fengum pening-
ana. ókkur hafði gengið heldur vel með fyrstu
hleðsluna, því vonin um fæðu hafði hrest okkur
svo, að þó við værum máttlausir, þá tókum við
ekki mjög nærri okkur að láta á fyrri vagninn,
og við tókum ekkert eftir því fyrr en blóðið för
að renna úr okkur, að berar hendurnar á okkur