Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Page 109
87
svo hafði honum verið leyft að þvo sér í elclliús-
inu úr nægu heitu vatni op; sápu, og þurku hafði
hann fengið lika. Siðan var hann settur við
eldliúsborðið og honum gcfinn heitur turkey og
berjasðsa, garðávextir eftir vild og brauð og
kaffi og loksins kúfuð undirskál af pluinpudiiinr/.
Og svo voru honum borguð 50 cent. Eg hafði
enn fengið mín 25 cent fyrir að bera tösku og
bögla, í þftta sinn fyrir konu, sem sýndi mér
svo mikla hluttekningu og ráð lagði mér svo
heilt, að ég lifnaði um stund við af þeim kær-
leiksyl, sem út frá henni lagði.
Það voru snjðbólstrar í loftinu, en só'in
skein þó hlýtt við og við. Eg gekk fram bjá
störum glugga. Fyrir innan hann sateinnkunn-
ingi minn og var að lesa. Viö hittumst síðast í
sólskini og sumarblíðu i einu af suðurríkjunum,
og hann hafði boðið mér að heimsækja sig hér
vestra. Það kom sterk freisting yfir mig að
finna hann. Það var sök sér að þola skort, nei t,
hrakning og öþverra, af því ég hafði víst mark
og mið með því. En löngunin eftir samneyti við
jafningja mína, eftir að sjá kunnug andlit og
heyra kunnugar raddir og tal mentaðra manna
yfirbugaði mig því sem næst. Og til livers g.igns
var nú eftir alt saman þessi tilraun mín? Hvað
gat ég iært um kjör hinna hágstöddu, sem fjöldi
manna ekki áður vissi og búið var að margskrifa
og halda hagfræðislegar skýrslur um? Hvernig
gat ég, sem hvert augnablik, er ég vildi, var
innan handar að hætta við fyrii ætlun mína, sett
mig inn í líf og tilfinningar hinna allslausu, sem
eru rígbundnir við neyðarkjör sín? ^ Nei, þaðvar
alt gagnslaust og heimskulegt. Eg var búinn
að læra ýmislegt þennan tíma, og mér var eins