Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Qupperneq 110
88
gott að hætta við það að skygnast meir inu í
máiefnið, og snúa aftnr til þeirrar tilveru, sem
ég átti heima í. En eins og maður, sem hefur í
hug að fyrirfara sér, dregur það og lætur herast
áfram með straum lífsins, eins hugsaði ég með
mér: Ó, ég ætla að reyna það dálitið lengur.
Með þessum liug fór ég að mæta Clark. Við
horfðum hvor á annan, og vissum, án þess við
segðum orð, hvernig hinum hafði reitt- af. En
Clark vildi láta mig staðfesta vissu sína með
orðum:
„Hefur þú verið óheppinn líka?“—sagðihann
lágt og kom alveg upp að andlitinu á mér.—
„ Já“, sagði ég, „ég hef ekkert fengið í dag og
ekki smakkað mat síðan í morgun.“ Við urðum
nú aftur að gera okkor að góðu að hýrast á lög-
reglustofunni næstu nótt; og þegar við komum
þangað, var þar krökt af mönnum allsstaðar.—
Lögregluþjónn einn var að halda cinskonar próf
yfir hverjum einum, jafnóðum og honum var
slept inn, um þjóðerni hans, heimkynni og iðn
og tilgang með þvi að koma til Chicago.
Þegar komið var að mér, sagði sá', sem
hleypti okkur inn: „Hér er annar náungi, af
sama tagi, en yngri og nýrri í handverkinu.
„Hvaðan ert þú?“
Eg svaraði með einhverju huldri á pýsku.
,,ó, hann er þýskari. Við fáum þá við og við,
en þeir eru oftast eldri menn og daufir í hragði.
„Geturðu ekki talað ensku?"
Ég sagði eitthvað á mjög illri frönsku.
„Hm, hm—ég held hann sé franskur fugl. Það
er mjög óvar.alegt og---“
Nú kom ég með línu á latínu eftir Virgil,
rómverska skáldið, sem ég bar fram í spyrj-
andi tón.