Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Síða 111
89
„Hann er—hann er—eða—a“—hann hikaði
sér.
F.g sagði eitthvað á grísku.
,,Eða Rússi“, sagði maðurinn.
Til þess að reyna til að villa hann fullkom-
lega, kom ég nú með vers úr fyrstu hók Mósesar
á hebresku,
En hann lét sér ekki bregða. ,,Nú veit ég
það, hann er Júð'", hrópaði hann, mjöguppmeð
sér, og ég slapp ofan göngin, og fann til þess að
mér hafði farist heldur ömyndarlega.
Sunnudagsmorguninn var hinn ákjósanleg-
asti fyrir okkur Clark. því nú lá mjúk snjóá-
breiða á jörðinni og við vonuðum sterklega, að
fá einhversstaðar að moka frá húsi. En ekki
var því að heilsa. Víðast hvar var okkur sagt,
að menn væru fyrir til að moka, og uú var ekki
önnur vonin en sú, að til kynni að vera undan-
tekning frá þessu. Hugurinn var fallinn, en
lifnaði aftur mjög fijótt, því við fengum loksins
gangstétt að hreinsa, og loforð um 25 cent hvor
okkar.
Við vorum hart freistaðir til að fara fyrstað
fá okkur að borða, því kaffibollinn og brauð-
snei ðin á lögreglustofun ni hossaði ekki hátt í okk-
ur eftir sölarhrings föstu. En eftir 2 cil 3 klukku-
tíma var öll von um snjómokstur úti, og við
byrjuðum því verkið undir eins.
Það var ekki að eins að við fengum junað
hús til að moka frá og önnur 25 r.ent hvor, en við
vorum líka spurðir, hvort við hefðum borðað
morgunmat, og okkur var boðið til máltíðar
í eldhúsinu.
Eldastúlkan sýndist vera mjög ánægð yfir
þvi, hvað vel við tókum til okkar af því, sem