Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Side 113
91
arefni, og sannfærðist um það, að trú sócíalista
á bræðralag allra manna er aðal-styrkur þeirra.
Þegar ég var kominn að gistihúsinu, þar sem
ég hafði verið á nóttunni, þegar ég gat borgað,
stóð ég kyrr og horfði á tvær litlar stúlkur, sem
voru eitthvað að gera þar rétt hjá. Þær keptust
við og^ töiuðu saman og tóku ekki eftir neinu
öðru. Eg dró mig nær til að sjá, hvað þær væru
að gera. Þær stóðu við tunnu, sem var full af
matarúrgangi frá matarhúsinu, Bitar af kjöti
og hálf borðaðar brauðsneiðar voru þar innan um
bein og eggjaskurn og garðávexti í blautri leðju
upp á barma á tunnunni og í kring um hana.
Gömul götótt karfa var á milli telpnanna, og í
hana létu þær bitana, sem þær völdu sér. Eldri
-telpan var nógu stór til að sjá ofan í tunnuna,
og litlu hendurnar hennar fóru hvað eftir annað
niður í hiua mjúku, límkendu eðju til að ná í
nýtt góðgæti. Þær voru báðar berhöfðaðar, i
þunnum, mjög svo óbreinum druslum og götótt-
um skóm, alt of stórum,
Loksins íóru þær í barnslegu léttlyndi að
gera leik úr leitinni, og keptust við að ná sem
bestum bitum og liældust um hvor við aðra.
,,Hvað ætlið þið að gera við þessabita?“
spurði ég þá eldri.
Hún breiddi sig yfir körfuna og horfði á mig
eins og hún væri dauðhrædd.
,,Snertu það ekki“, sagði hún grimdarlega,
og leit í kring um sig til þess að vita, hvort eng-
in hjálp væri nærri. Ég friðaði hann fljótt, og
þá tók hún til að tala.
„Mamma sendi okkur úttil að fá kvöldmat'1,
sagði hún. Hún hefur þrjá menn til fæðis, en
tveir þeirra hafa ekki borgað í mánuð og pabbi