Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Síða 114
92
er fullur. Hann liefur enga vinnu, en í dag-
mokaði hann snjó og mamma hélt hann kæmi
með cent en þá kom hann heim fullur. Hún er
að passa barnið osr sendi okkur út eftir mat.
Hún berði okkur, ef við fyndum ekkert. en ég
held hún berji okkur ekki nú—heldurðu það?
Þarna eigum við heima“, og hún bentimeðblöð-
rauðum fingrinum á auman kofa skamt frá. Ég
tók minni telpuna í fangið, og hún lagði sig upp
að mér með barnslegu trúnaðartrausti, sem tek-
ur mann að hjartarótunum og ekki eru til orð
yfir.
Við opnuðum kofadyrnar. Það logaði a
litlum lampa inni og þykkan tóbaksreyk dreif
um herbergið. Tuskur af gömlum veggjapappír
héngu á feitugum, dökkum múr, sem úr var
dottið hér og hvar, og Iágu molarnir í smáurúg-
um á fúnu gólfinu. Hvítvoðungur var aö gráta
í fanginu á horaðri, subbulegri konu um þrítugt,
sem sat í brotnum stól, hjá olu'einu borði, þöktu
með brotnum leirílátum og óþvegnum hnffum
og skeiðum. Ruddalegur verkamaöur sat r nær-
klæðunum og reykti leirpípu, með bera læturna
inn í ofninum á ryðgaðri eldavél. A hrúgu af
fatadruslum í einu horninu lá drukkinn maður
sofandi.
,,Við erum komnar með matmamma", hróp-
aði eldri telpan upp með sér og hljóp til móður
sinnar með körfuna. „Tunnan hans Rileys var
full í kvöld.“
Skömmu eftir þetta fékk Wyckoff atvinnu við
verksmiðju, en ekki nema 6 vikur. Hann sneri
þá bakinu að Chicago og fór vestur að Kyrra-
liafi, fötgangandi af þeirri leið um 600 mílur.