Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Page 115
93
Hvergi reyndi hann og sá eins mikil vandræði
og í Chicago, en víða út um sveitirnar var ekla
á vinnufólki. Oft hafði hann mjögmikla ánægju
innan um þrautirnar. Wyckoff hefur ritað tvær
bækur um líf sitt með verkamönnum, og segir
önnur frá lífsreynslu hans í austurhluta Banda-
ríkjanna, en hin frá Hfinu í vesturríkjunum.
Hann er nú sem stendur kennari í stjórnfræði
við Princeton hásköla í New Jersey.
RÍKMANNLEGAR GJAFIR.
Á nokkrum hinum síðustu árum hafa auð-
kýfingarnir kept hver við annan að gefa stðrfó,
hundruð þúsunda og enda miljónir dollara, til
mentastofnana, hókasafna, sjúkrahúsa, kirkna,
o. s. frv. Þesskyns stórgjafir eru svo almennar
orðnar, að þeim er ekki gefinn neinn verulegur
gaumur,—ekki hugsað um það nema eins ogaðr-
ar almennar fréttir, sem blöðin fiytja dag eftir
dag. En fyrir 50—60 árum siðan hefðu þó slíkar
gjafir vakið almenna undrun og umtal um lang-
an tíma. Og þó eru þessar miljóna-gjafir ekkert
á móti gjöfum ýmsra þjóðhöfðingja á fyrri öld-
um,— ekkert á móti gjöfum stjórnanna hér í landi
á síðastl. örfáum árum.
Það eru ekki gjafir nútíðar-stjórnendanna,
sem hér er umtalsefnið, því ástæður þeirra til að
bruðla með þjóðeignina eru svo miklu betri en
voru ástæður forfeðra þeirra, Þeir, sem nú gefa,
gera það af því, að án þeirra gjafa væri ómögu-