Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Síða 116
91
legt að nota til hlítar þennan vestræna land-
geim. Stjórnendurnir gefa nú í þeim tilgangi,
að bygðar verði járnbrautir, er græða útbygð-
ina, umhverfa auðri inörkinni í akur og engi, og-
framleiða verslun og iðnaðarstofnanir. Þörfin
á allri slikri stavfseini ér augsýnileg, en síður
augsýnilegt, að aðferðin sé hin eina rétta. Þaú
má segja eins margt á móti eins og með því, að
gefa einstökum mönnum svo mikið af landeign
þjóðarinnar. að spildan sé á borð við mörg hin
voldugu ríki Norðurálfunnar. En samt sem
áður hafa þeir, sem þannig gefa, gildar og góðar
ástæður til þess. í samanburði við forfeður þeirra.
Þeir eins o_' aðrir viðurkenna sannan málshátt-
inn, að sá sé mnnnr mannvinur. sem franileiði
tvö grasblö'i úr jörðu, þar sem eittspratt áður, og
það gera þeir með þessari aðferð, —með því að
gefa landfiáka á landíláka ofan fyrir járnbrauta-
gerð út um landgeiminn. Þeir eru það fi emri
forfeðrunum, að þeir kunna að meta landgæðin,.
og þeir eru þeim hygnari í því, að þeir gefa ekki
landið í einni óslitinni spildu. heldur ferhyrn-
ingsmílu hér og fer]iyrningsn,ílu aftur á hinum
staðnum.
Eorfeður þessara nútíðar-stjórnenda höfðu
engar slíkar ástæður, er þeir voru að gefa ein-
staklingunum Ameríku. Þeir gáfu landið af því
þeir kunnu ekki að meta það,—vissu ekki, hvað-
þeir voru að gera. Og þeir höfðingjar voru þar
afleiðandi þeim mun rifariá gjöfunum, aðbruðl-
ið alt í eftirkomendunum er s-m dropi í sjónumí
samanburði við það. Til að sannfærast um það,
þarf ekki annað en nefna Hudsonsflóa félagið.
Landflæmi það, sem félagið fékk að gjöf hjá
Karl II. Englands-kon. (árið 1670), varað flatar-
máli 2,800,000 ferhjrrningsmílur, eða á borð við
nálægt% af allri Norðurálfunni. Sem skatt af
þessu landi fékk konungur tvo elgsdýrafeldi og
tvo bifra-feldi á ári hverju. Vitaskuld hefur
Karl II. haft áþekka hugmynd um verðmæti
þessa lands, þegar hann gaf það, eins og Lúðvík
Frakklands konungur hafði um Canada (nú