Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Page 121
99
Helstu viðburðir og mannalát
meðal íslendinga i Vesturheimi,
28. okt. 1898:—Jóhann Bjarnason tök diploma
i höfuðfræði (Phrenology) við The American Insti-
tute of Phrenoloqy í New York, —Jóhann er sonur
Bjarna Helgasonar, sem lengi hjö á Hrappsstöð-
um í Víðidal í Húnavatnssýslu.
8. nóvember 1898:—Jón Þórðarson nær kosn-
ingu sem þingmaður fyrir neðri deild Norður-
Dakota-þingsins.—Jón er sonur Þórðar hafn-
sögumanns Jónassonar á Skeri við Eyjafjörð.
Flutti til Ameríku 1873.
í apiílmánuði 1899: — Magnús Magnússon
bar sigur úr býtum í manntafls-kappraun, sem
stöð yfir í Montreal fyrstu vikuna í apríl. Hann
er því tafl-kappi (Champion Chess Playerj í
Canada.—Hann er sonur Magnúsar Árnasonar
málaflutningsmanns Jónssonar, frá Rauðamel
i Hnappadalssýslu.
Vorið 1899 útskrifaðist Óli P. Helgason af
Albert College i Bellville í Ontario með ágætis-
einkunn, og hlaut hann guli-medalíu þá, sem
landstjóri Canada gefur þeim, sem hæstum
vitnisburði nær við burtfararpróflð Hann held-
ur áfram námi sínu við háskólann í Toronto og
les tungumál (Classics).—Hann er sonur Bald,-
vins Helgasonar, járnsmiðs, í Selkirk í Mani-
toba, frá Gröf á Vatnsnesi í Húnávatnssýslu, og
flutti vestur um haf árið 1873
7. maí 1899:—Rúnólfur Marteinsson, guð-
fræðiskandídat, prestvígður i kirkju Fyrsta l,út.
safnaðar í Winnipeg, af forseta kirkjufélags Isl.
í Vesturheimi, séra Jóni Bjarnasyni. Séra Rún-
ólfur útskrifaðist frá Giístavus Adolphus Colleqe
vorið 1895. Haustið 1896 byrjaði hann aö stunda
nám við General Council-prestaskólann i Chica-
go, og útskrifaðist frá þeim skóla 26. apríl 1899.