Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1915, Qupperneq 53
ALMANAK 1915
49
Bjarni keypti hér land og bjó um nokkur ár í Spanish Fork,
flutti sí'öan noröur að hafi og býr í Seattle. Hann er gull-
smiður og “úrmakari”, og talinn listfengur í þeirri iön.
Kona hans heitir Guöríöur, dóttir Þorsteins bónda á Mýr-
staðahvoli í Mýrdal.
(á) Binar Eiríksson frá Fagurlist í Vestmannaeyjum,
sonur Eiríks bónda Runólfssonar aö Lágukotey í Meöallandi.
Hans kona Guörún Nikulásdóttirfpý ættuö undan Eyjafjöll-
um. Einar læröi gullsmíöi á yngri árum og stundaði þá iðn
hér í þessum bæ í nokkur ár; síðar flutti hann til Castle
Valley og tók þar land, og hefir stundað þar landbúnað og
farnast vel. Skýrleiks og merkismaður og vel látinn af
öllum.
1881—(a.) Halldór Jónsson frá Reykjavík, sonur Jóns
bónda á Sölfhól við Reykjavík, Jónssonar frá Langholti í
Meðallandi, Jónssonar prests að Hnausum, bróður Stein-
gríms biskups og séra Halldórs á Mosfelli, og þar var Hall-
dór upp alinn. Hann er kvæntur Þórunni Guðmundsdóttur,
bónda á Ásum í Gnúpverjahrepp i Árnessýslu, eins af hin-
um nafnkendu Hjálmholtsbræðrum, Þormóðssona frá Lang-
holti í Flóanum, og voru þeir Bergssynir. Halldór hefir
keypt hér land og búið fyrirmyndarbúi í 30 ár. Hjón þessi
eru valin heiðurshjón og njóta viröingar og heiðurs hjá al-
menningi.
(b) Runólfur Runólfsson frá Vestmannaeyjum, í seinni
tíö kallaöur séra Runólfur. Hann er sonur Runólfs Magn-
ússonar þar í eyjunum; ætt hans að öðru leyti mér ókunn.
Var hann gerður hér að lúterskum missíónera presti i kring
um 1891, og hefir hann svo verið við þau störf síðan, fyrst í
Spanish Fork, þá austur í New Jersey, svo vestur við haf í
Ballard, Wash., óg síðast í Gaulverjabæ í Árnessýslu, og þar
er hann nú. Kona hans heitir Valgerður Nielsdóttir ættuð
úr Vestmannaeyjum.
(c) GuSmundur Egilsson frá Reykjavik, ættaður af
Seltjarnarnesi. Hans kona Guðríður dóttir Guðmundar bónda
Tómassonar á Þórustöðum í Grímsnesi, ættaður úr Biskups-
tungum. Guðmundur keypti land og bjó hér í nokkur ár. Er
nú dáinn fyrir 22 árurn, en ekkja hans lifir enn, komin á átt-