Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1915, Qupperneq 58
54
ÓLAFUR s. tiiorgeirsson:
nú nokkuö hniginn a'ö aldri og heldur til hjá mági sínum og
syslur, Bjarna Bjamasyni (s')á. 1883J.
({) Gísli Gíslason, frá Jónshúsi í Yestnianriaeyjum; er
kvæntur Steinunni Þorsteinsdóttur, ættaöri úr Bandeyjum.
Gísli vann hér alla tíö fyrir járnbrautarfélagiö ‘‘Denver and
Rio Grande”; mesti ráövendnis og dugnaöarmaöur og talinn
vel viö efni. Hann lé'zt í Desember 1910.
(g) Byjólfur GuSmundsson, frá Eyjabakka í Húnalþingi,
vel kunnur um alt Noröurland fyrir hagsýni við æðarfugls-
vörp. Hann er sonur Guömundar bónda og skálds á Illuga-
stööum á Vatnsnesi, Ketilssonar bónda á Móbergi í Langa-
dal. Heitir kona hans Valgerður Björnsdóttir frá Eitluborg
í Víðidal. Eyjólfur hefir veriö dugnaðarmaður hinn mesti
og stundaö algenga daglaunavinnu. Þessi hjón eru nú,
þegar þetta er ritaö (1911) komin á nýræöisaldur og hafa
lifað saman í hjónabandi rúm 60 ár. — Meö Eyjólfi komu
hingaö í sama mund tengdasynir hans þrír: Hjálmar Björns-
son, ættaður úr Húnavatnssýslu, giftur Eygeröi; Bóas Arn-
björnsson, ættaður úr Skriödal i Noröur-Múlasýslu, giftur
Bjamlaugu, og Jóu Björnsson, ættaður af Hornströndum,
giftur Rósu. Eru þessir menn allir látnir nú. en ekkjur
þeirra og fjölskyldur búa hér í bænum, mest alt fulltíöa fólk.
— Meö Eyjólfi komu líka í sama flóðinu synir hans tveir:
Kctill, giftur Sigriöi Runólfsdóttur hins gaulverzka, og búa
þau hér í bænum, og Byjólfur, dálítill piparsveinn, sem held-
ur til hjá foreldrum sínum, vænn drengur og smiöur góður,
en frekar heilsutæpur.
1886—(a) Árni H.clgason, souur Helga bónda Jónssonar
á Kornhóli í Vestmannaeyjum, Hálfdánarsonar frá Klas-
barða í Út-Landeyjum. Hann er kvæntur Sezelíu Vigfús-
dóttur, Einarssonar fsjá 1888J.
(b) Guðmundur Guðmuniisson frá París í Vestmanna-
evjurn, sonur Guömundar bónda á Sauðhúsvelli undir Eyja-
tjöllum, Guömundssonar í Stórumörk. Hans kona Jóhanna
Guömundsdóttir Hávarössonar bónda í Guðmundarhúsi í
Vestmannaeyjum. Guömundur var utanbúðarmaður og
bafnsögumaður þar í eyjunum í 15 ár og ávann sér hylli sök-
um dugnaðar og ráðdeildar. Hann bjó hér í Spanish Fork