Afturelding - 01.01.1942, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.01.1942, Blaðsíða 7
A F T U R E L D í N (Í 7 sakað Trott hákvæmiegá, var honum vísað til hlið- ár. Úm kveldið fer ókunni höfðinginn burt með liann, en lætur dóttur sína í staðinn. Shilikwe ætl- ar einu sinni enn að gifta sig og nú með dóttur þessa höfðingja, sem hann hefir keypt fyrir þræl. Nú ferðast Trott 3 dagleiðir með sínum nýja hús- bónda, en þar tekur við um það bil sama líf og áður, því lífskjör þræla erU venjulega lík, Eih- stoku sinnum fer hann inn í þorpið með lífsnauð- syhjar handa herra sínum, og stundum gerir hahn við eða byggir hús fyrir hann. Stundum tekur hartn líka þátt í dönsum, þegar sorgartími einhverrar fjöiskyldu er út runninn. Trott er farinn að venj- ast þrældómnum. Hann hugsar þó stur.dum um móður sína, sem býr meðal fjallanna í binum risa- vaxna skógi. En þrátt fyrir allt lifir hann í nú- támanum og hugsar lítið um sína óvissu framtíð. Hann er nú orðinn fujltíða maður. Húsbóndi hans sýnir honum. hvorki kærleika né hatur, held- ur aðeins afskiptaleysi og krefst einskis af hon- um nema vinnu. Hann þekkir brátt hvern stig, sem frá1 þorpinu liggur, já, allt að 3—4 dagleiðir. Einu sinni fór hann með hÖfðingjanum til Fang-negra þorps cg sá hinar viltu mannætur, sem voru mjög ólíkar Bakelaþjóðflokknum. Þar fékk hnan að heyra hinar voðalegustu sögur um þessa negra. Það væri ekki gaman að falla í hendur þeirra, því þeir hafa enga þræla heidur éta þeir fanga sína. En þrátt fyrir það, sá hann hjá þessum þjóðflokki einn alveg sérstakan mann, hann var »Fang«-mað- ur, en hann talaði við húsbónda Trotts á Akelamáli, svo Trott skildi allt saman. Þessi maður hélt því fram, að allir menn væru bræður, að Nzarn allra, elskaði álla menn og þeir ættu því að elska hvor- ir aðra. En það, sem var þó undarlegast, var ein- mitt það, að þessi maður og fjölskylda hans lifðu eins og þau kenndu. Hann elskaði alla og reyndi að hjájipa þeim, sem hann gat. Hann var aldrei argur, hann drap engan og stal engu. Þetta er merkilegt, hugsaði Trott. En hver er Nfzam? Hvar er hann og hvar getur maður fund- ið hann? Trott var mjög hugsandi, þegar hann kom úr þessari ferð. Hann hugsaði oft um það, sem sagt hafði verið, en þorði einskis að spyrja. Svo var það einn dag, að slæmar fréttir bárust til litla. þræla-þorpsins. Iíúsbóndinn var orðinn veik- ur, líkami hans var heitur, honum er ýmist heitt eða kalt og hann andar óreglulega. Gajdra-lækn- irinn er farinn að stunda hann. Það líða 2—3 dag- ar og enn eru fréttirnar slæmar. Gaildralæknir- inn skipar að drepa skuli eina kind, og Játa blóð- ið renna á brjóst húsbóndans. Þannig færa þeir illu öndunum fórnir, sem eiga að koana fyrir líf húsbóndans. En þrátt fyrir allt þetta batnaði hon- Um ekki. Nú fara hinir eldri þrælar að verða óró- Jegir, því þótt Trott viti ekki heitt, þá vita þeir, að ef þessi fórn ekki dugar þá færa þeir Öridun- um líka. einn þræí að fórn. Allan þennan dag hefir ekkert frétzt frá þorpinu, en af því að heyrzt hefir til " ötórtrumbunnar, skilja þrælarnir, að galdralæknirinn hefur eitthvað mikið fyrir stafni, svo að þeir vinna ekki með neinni gleði. Um kveldíð koma S—6 bræður og synir höfðingjans hlaupandi, og- taka Trott orðalaust og reka hann með hnúta- svipunni til þorpsins. Allt í einu fer hann að gruna. að andarnir muni hafa krafizt hans, og svo eigi að fórna honum vegna veikinda húsbómdans. Hann Jskjlur af samtali manna, að á morgun á að pína hann og' síðan deyða. Og þjáningar hans og dauði eiga að bjarga lífi húsbónda hans. Um nóttina er Trott bundinn á höndum og fotum við stólpa í eyði- húsi í útjaðri þorpsins, og 2 synir höfðingjans halda vörð við dyrnar. Trott hlustar á samtal þeirra. Á morgun á að skera stykki af líkama hans, stinga úr honum augun, skera burt eyrun og brenna hann svo lifandi. Aumingja Trott! Hann er bundinn og höndin eru farin að meiða hann. Hann hugsar um morgundagðinn. Það þýðir ekk- ert að kalla á hjálp og ekkert hægt að gera til hjálpar. Hann hugsar heim og. um mömmu. Brátt hefir nóttin þaggað niður hvert hljóð og hvergi brennur ljós nema hjá höfðingjanum. En þar vaka konur hans yfir honum með alsiags ólátum, verð- irnir eru nú þegar sofnaðir við dyrnar hjá Trott. Þegar hann fer að athuga böndin, sér hann, að hægt er að naga sundur eitt þeirra cg eftir að hafa eytt löngum tíma í að naga það sundur, losn- ar örlítið um hann. Við það getur hann náð með tönnunum í annað band og nagað það einnig sund- ur. Með lítilli fyrirhöfn getur hann nú losað aðra höndina og eftir nokkra stund eru þær báðar frjálsar. Nú losar hann bandið, sem bindur hann við stólpann c,g leysir síðan fæturnar. Hann er frjáls! En hvað á hann nú að gera? Ráðast á dyrn- ar? Nei, verðirnir myndu strax vakna. Ætti hann að reyna að lmmast út um gluggann eða laufþak- ið? Nei, það myndi gera of mikinn hávaða. Ifvað á hann að gera? Jú, honum dettur ráð í hug. Hann krýpur niður og fer að grafa með hönd- unum. Hann fer hægt því ekkert hljóð heyrist í þorpinu. Hann stanzar annað slagið til þess að hlusta eftir andardrætti varðanna. Og svo grefur

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.