Afturelding - 01.01.1942, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.01.1942, Blaðsíða 6
6 AFTURELDlNG í hvítri blússu með rauðum röndum, já, með hatt, pípu, hníf og byssu. Par á eftir kemur han,s æðsti maður og' er næstum eins fínn og hann sjálfur. Síðan kemur hópur burðarmanna, en það eru þræl- ar frá ýmsum þjóðflokkum. Þeir eru víst um 20, sem bera byrðarnar. 1 flýti eru byggð 4 hús úr timbri, þar sem gestirnir eiga að búa. Allt þorpið er þar samankomið til að skoða. AkeJe-höfðinginn er virkilega mikilmenni sem getur stjórnað! Og það er auðséð, að bæði þræl- arnir og hans nánustu menn óttast hann. Hann hefir svipu í hönd úr skinni af vatnahesti, og þeim grip kann hann að beita. Að liðinni nóttu tekur h,ann upp varning sinn í návist hins undrandi mannfjölda. Þar eru allskonar gripir: Vefnaðar- vara, hnifar, pottar, .speglar, steinker, mittisskinn, glerperlur í öllum litum, byssur oig margt fleira. Hingað til hafði aðeins verið til ein byssa í þorp- inu, en slíkan grip langaði alla að eiga, en þær kostuðu mikið. Nú var öllu gúmmíi safnað saman í skyndi, þvi Shilikwe ætlaði aðeins að stanza 3 daga. Trott sér föður sinn fara og spyrja um verð á einni byssunni. Hún kostar 5 byrðar af gúmmí eða eina konu var svarið. En faðir Trotts hafði ekki nóg af gúmmi og dóttur átti.hann enga. Hann reyndi að fá verð- ið lækkað, en Shilikwe gaf ekki eftir. Allt í einu fóru þeir .að tala í lægri tón, og, að éndingu hvísl- uðust þeir á úti í horni á kofanum. Faðir Trotts er ánægður, þegar hann fer heim, því hann á að fá byssu. Dagarnir þrír eru liðnir og í gærkveldi pakk- aði Shilikwe öllu niður og batt byrðarnar. Allt var tilbúið. Og strax í dögun leggja þrælarnir af stað !með byrðar sínar inn á þr.önga skógargötu. Allt í einu kemur Trott með stóra bananakippu í fylgd með föður sínum. »Þessari bananakyppu gleymdir þú«, segir Trott við Shilikwe. En nú var ekki verið að hugsa um banana. Nán- asti maður Shilikwe þreif til Trotts og eftir litla stund var hann bundinn sem þræll með byrði á herðum. Af stað, er hrópað! Og svipan ríður á herð- um barnsins, svo blóðið streymir. Hann kallar á föður sinn, en hann heyrir ekki. Hann er með allan hugann við að athuga sína nýfengnu fallegu byssu. Og án þess að líta við, hverfur hann til þorpsins. Hann er stór hrifinn af byssu sinni, ,en Shilikwe er einum þræli ríkari, og nú er haldið áfram. Að kveldi er Trott alveg uppgéfinn, svona langt hafði hann aldrei gengið og sízt með þunga byrði, Um nóttina var hann vel bundinn til þess að hann stryki ekki. Næsta dag er svo haldið áfram. Vesalings Trott. Hann er búinn að yfirgefa sitt frjálsa líf í þorp- inu, með öllum æfintýraferðunum. Já, hann er kominn langt burtu frá öllu því góða, sem stað- ur sá hafði upp á að bjóða. Nú minntist hann þess alls með söknuði. Og mamma? Hún grætur auð- vitað vegna sínsi tapaða sonar. Lestin er nú komin út af Bapaubcs-svæðinu og inn á land Bakelanna. Ennþá fara þeir um þröngar skógargötur. Þeir eru nú á meðal fólks, sem talar allt annað mál. En Trott hefir sama yfirboðara, og frá honum þarf hann ekki að vænta vægðar. Eftir mánaðartíma koma þeir til þorps Shilikwe. Þorpið er stórt og fallegt og stendur í miðjum skóginum. Troitt fær nú að sofa óbundinn og vera án náins eftirlits, því bæði hann og aðrir vita, að hann getur ekki ratað heim, þó að hann vildi reyna að flýja, Þótt hann legði á flótta, mundi hann farast í skóginum, enda vissi hann það fyrir, að þótt hann ætti aft- urkvæmt heim, þá mundi hann ekki vera fyrr kom- inn þangað, en faðir hans seldi hann aftur. — Þorpsbúarnir tóku á móti höfðingja sínum með mikilli viðhöfn, og héldu stóirhátíð. Þar var etið kjöt og fleira, o»g drukkin sterk vín. Þar var sung- ið og dansað og rabbað saman. Trott litli, þessi umkomulausi, ófrjálsi drengur, sat nokkuð frá, á- samt öðrum þrælum, og hlustuðu þeir og harfðu á það sem fram fór. Shilikwe átti 20 þræla, sem búa í nánd við jurtagarðana, og eiga þeir að verja þá fyrir villidýrum. Enginn þrælanna var af sama kynstofni og Trott, en með tímanum lærir hann mál Bakelanna. Hann verður sjálfur að veiða sér dýr til matar, og matbúa handa sér. Einnig verð- ur hann að sjá um og hirða þær ófullkomnu spjar- ir, sem hann hefir til að skýla nekt sinni með. Banana gat hann þó fengið með allhægu móti og létti það mataröflunina nokkuð. Eftir nokkra mánuði leggur höfðinginn af stað í nýja kaupferð og tekur Trott með sér. 1 fleiri daga verour hann að bera byrðar meðal framandi fólks. Síðan snúa þeir heim aftur, og hafði þá Shilikwe fengið sér 6 nýja þræla, karla og kon- ur. Við þessi kjör ólzt Trott upp um langa hríð. Svo var það dag einn, að höfðinginn kallaði liann fyrir sig, og skiptir fötum á honum, og, klæðir hann í Evrópu fatnað. Síðan leiðir Shilikwe hann út í mitt þorpið en þar er fyrir ókunnur höfðingi, sem rannsakar hann nákvæmlega. Eftir að Akela-höfðinginn hafði rann-

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.