Afturelding - 01.01.1942, Blaðsíða 4
4
AFTURELDING
að flýja heimkynni sitt og settist að í Strassburg.
Sá staður hefir löngum verið g-riðastaður frjálsr-
ar trúar og guðfræðilegra rannsókna. Þarna lifði
þessi gáfaði pílagrímur nokkurt skeið, og var þar-
lendum mönnum til ómetanlegrar uppbyggingar.
En brátt reis máttug mótstaða gegn honum af
einum siðbótarmanninum hinum volduga Bucer.
Marbeck varð nú tilneyddur að flýja frá Strass-
burg vegna sannfæringar sinnar um skírn trúaðra.
Og um leið stimplaðist hann sem »endurskírandi«.
Hin viðurkennda, en þó aðeins hálfsagða sænska
kirkjusaga, er þagmælsk um of, um ofsóknir gagn-
vart trúuðu fólki í Svíþjóð, og svo mun víðar vera,
Þarna er því alltof mikil vöntun á alhliða yfir-
sýn til þess að hægt sé að dæma um þróun og
viðgang kristindómsmálanna með réttsýni.
Margir voru þeir menn á 16. og 17. öld, ekki
sízt prestar, sem voru fyrirlitnir og fangelsaðir
fyrir trú sína. Sumir urðu hreint og beint að fara
landflótta. Alþekktar eru hinar æðisfullu ofsóknir
gagnvart »baptistum«. Oft kemur í huga minn
lítið atvik, frá því að ég var barn. Ég spurði gamla
konu, sem annars var mikið virt kona, hver byggi
í þessu húsi, sem ég benti á. »Þarna býr baptista-
hyskið«, var svarið með þungri fyrirlitningu.
Mér er vel kunnugt um það, hvernig við,, prestaj-
tveir, í Norður-Svíþjóð, jusum óvirðingarorðum yf-
ir þau veslings sóknarbörn okkar, sem létu skír-
ast, eftir að þau höfðu öðlazt sáluhjálplega trú á
Krist. Ég hygg þó, að ég hafi varla verið eins
harðorður og stéttarbróðir minn — eða aðrir prest-
ar yfirleitt, vegna þess, að Guð smeygði undra
fljótt einhverri varhygð inn í vitund mína gagn-
vart þessu máli. En allt getur breytzt. Eftir tvö
ár var ég sjálfur »endurskírður«, og meira en það
1— var orðinn »endurskírandi«, svo að ég noti orð
andstöðumannanna. Og mér til mikillar gieði frétti
ég nýlega, að hinn forni stéttarbróðir minn, bapt-
ista-< og- hvítasunnuvinaofsóknari, sem nú er í Ind-
landi, væri nú bæði skírður í vatni og Heilögum
AndaJ Guð megnar ao gera mikla hluti — einnig
í hjörtum prestanna.
Að hvítasunnuhreyfingin hafi fengið harða and-
stöðu, er ekkert launungarmál — ekki heldur á
íslandi. A'llar hugsanlegar lygar, að ég segi ekki
óhugsanlegar, hafa verið blásnar upp eins og ryk-
mökkur um þessa guðdómlegu hreyfingu. Hér a
Tslandi heitir »pingst« (sænskt nafn á hvítasunn-
unni. Grein þessi var upphaflega skrifuð til birt-
ingar í Svíþjóð) hvítasunna, en það þýðir hvit sól.
Þetta er samhljóða ensku þýðingunni: Whit Sun«,
Þess vegna er hvítasunnufólkið — fólk hinnar hvítu
sólar. Er það í senn fagurt og táknrænt nafn. Mót-
stöðumennirnir, sem í upphafi gáfu vakningunni
þetta nafn, sem nokkurskonar ávirðingarnafn, hafa
eflaust ekki athugað, hversu fög-ur líking lá í nafn-
inu. Hvítt er nefnilega raungilt einkenni Guðs
barna, og táknar réttlæti. Ritningin segir, að Krist-
ur sé réttlætissólin. Með öðrum orðum, hin hvíta
sól. Þegar svo að Guðsbörn, sem stóðu í hreyfingu
þessari, voru nefnd hvítasunnufólk, var það sama
og að segja, að þau væru fálk Krisls. Mætti þá
Drottinn gefa okkur ávallt náð til I>ess að bera
hvítfáguð klæði í blóði lambsins!
Mót þessum myrka bakgrunni ofsóknanna, er það
meira en undursamlegt, að mála trúfesti Guðs við
börn sín, sem aldrei getur brugðizt. 1 hinum brjál-
æðisfyllstu bölbænum og ofsóknum l.efir Drottinn
einlægt haft öruggan undankomustað og útveg fyr-
ir börn sín, sem staðföst hafa reynzt. Hafa þau
ekki aðeins gengið óbrennd út úr eldsonfi ofsókn-
anna, heldur hafa þau geymt í sér lífsfræið að
þeim lífsmöguleikum, sem þekkingin á Guði ein get-
ur gefið heiminum.
Lærdómsríkasta dæmi heimssögunnar upp á
þetta er Israelsþjóðin í Gósen og Kanaan. Smá-
þjóð, sem var eins og steinvala í stóru heimsveldi,
gaf hann öruggan undankomustað. Foirréttindi
Jressarar smáþjóðar voru engin önnur en þau, að
Guð hafði útvalið hana nafni sínu til dýrðar. Griða-
staðir þessir urðu I>eim um leið óhjákvæmilegt oln-
bogarúm til útþenslu þeim möguleikum, sem í þeim
bjuggu. Máttur þess Guðs, sem útvaldi þessa smá-
þjóð, og fyrirhyggja hans í því, að gefa henni griða-
stað, sézt í því, að sjö þjóðir urðu að víkja úr
vegi fyrij' henni í Kanaanlandi. Þar fékk hún tæki-
færi til J>ess að taka upp hæfni sína og útvíkka
hana eftir því, sem eigindir hennar stóðu til.
Hér lifði svo Israel sæll og öruggur, unz þeir
féllu fyrir óhlýðni við Drottin sinn. Þá kom hin
réttláta afleiðing, og fyrirfram sagða: Þeir urðu
að hverfa út í »eyðimörkina meðal þjóðanna«, og'
þar eru þeir í dag, sem óteljandi mannmergð.
1 ljósi hins spádómlega orðs megum við vera viss
þm, að landið, sem Guð gaf Israel, sem griðastað,
verður land I>eirra að ný^ju. Eánu gildir hvaz' þeir
eru í dag niður komnir, og undir hvaða kringum-
stæður lífskjör Jjeirra eru fallin. Staður þeirra er
jafn óhagganlegur, sem Guð hefir fyrii-búið þeim,
því að ekki iðrar Drottin náðargjafa sinna og köll-
unar .Fyrirheit hans standa föst til eilífðar. Eins
og spámaðurjnn Esekíel hefir sagt, mun ísrael rísa