Afturelding - 01.01.1942, Blaðsíða 12
12
AFTURELDIM cí
^Díðsjá.
Frá Spáni. Hvítasunnutrúboðinn Tage Stáhl-
berg skrifar að allt frjálst trúboðastarf sé mjbg
iila liðið þar í landi, af kaþójsku prestastéttinni.
Verður trúað fólk að koma saman með allri leynck
Biblíufélagið, sem einatt hefir verið nagli í auga
prestanna, hefur fengið fyrirskipanir um að hætta
að dreifa út biblíum. En ekki nóg með það. Dag
einn var öllum birgðum, sem biblíufélagið átti af
biblíum og nýja testamentum, sem skipti mörgum
þúsundum, hlaðið á fleiri vörubíla og ekið burtu.
Sennilega til pappírsverksmiðju til þess að vinna
úr því pappír. AJlt fyrir það ,segir trúboðinn, er
mikið trúboðsstarf unnið í hinu leynda, og áhugi
landsmanna fyrir trúmálum meiri en nokkru sinni.
Vonsvikinn prófessor. Emmanuel Linderholm,
prófessor í kirkjusögu, við háskólann í Uppsölum,
var mikill talsmaður nýguðfræðinnar. Linderholm
dó fyrir fáum árum. Rétt áður átti Svenska Dag-
bladet samtal við hann. Sagði hann þá meðal ann-
ars' Ég viðurkenni, að ég hverf frá embætti minu,
sem sigraður maður. Ég hafði trúað því, að okkur
mundi takast, að uppræta trúna á óskeikulleika
Bibl'unnar hér í Svíþjóð, en þetta hefir ekki tek-
izt. Fjölda margir af kennimönnum kristindóras-
málanna hafa trúað á stefnu mína, og þeir hafa
skilið, að við yrðum að víkja frá biblíutrúnni. En
þeir hafa ekki þorað að standa við það af ótta
við hinn hvassa penna Sven Lidmans. (Sven Lid-
mann er einn af kunnustu rithöfundum Svía, og
eldheitur hvítasunnumaður).
Einstætt brúðkaup. Brúðguminn var maður á
sjötugsaldri. Frá því að hann var 15 ára, hafði
hann drukkið — og drukkið. Sem ungur maður
hafði hann gifzt, en vegna cstjórnlegs drykkju-
skapar, skildu hjónin að lögum eftir nokkra sam-
búð. Eftir það vissi konan lítið um hann. Fyrir
tveim árum, eða svo, frelsaðist maður þessi meðal
hvítasunnumanna í Stokkhólmi, og fékk um leið
fullan bata af víneitrun, er komin var í líkama
hans. Þegar hann var búinn að taka hafilegan
reynsjutíma, bað hann um skírn, sem honum var
veitt. Sama kvöldið, sem hann var skírður, ásamt
fleira fólki, kom fyrrverandi kona hans inn á
samkomu þessa, án þess að vita hvað stæði til.
Þegar hún sá sinn fráskilda maka sitja þarna í
hvítum kyrtli, varð hún öll að undrun: Hann þarna,
og ætlar að fara að láta skíra sig! En allt sein
fram fór á samkomunni, hafði svo djúp á-hrif á
hana^ að hún beygði sig fyrir Guði og frelsaðist.
Sættust þau síðan fullum sáttum og giftu sig á
ný síðastliðið haust. Brúðkaupið var talið án sam-
jafnaðar hið einstæðasta brúkaup.
Einni betur en þúsund. Armeníumenn er sú
þjóð, sem talin er að hafa liðið mest fyrir trú sína
á Krist af ötlum þjóðum hins kritna heims. Hafa
Armeníumenn sett trúna á Drottin. ofar öllu öðru,
og talið enga fórn of stóra til þess að þjóna honum.
Áður en þeir komu undir yfirráð voJdugri þjóða,
og meðan trúarlíf þeirra var með mestum blóma,
er sagt, að í höfuðborginni Ani hafi verið eitt þús-
und kirkjur.
Svo var það páskadag einn ái greindum tíma, að
kona ein, sem var gift hjarðmanni, gekk til kirkju.
En þegar hún kom til kirkjunnar, var orðið svo
fullt, að hún komst ekki inn. Hún gengur nú til
næstu kirkju og ætlar að taka guðsþjónustuna þar.
Þegar þangað kemur, er sú kirkja orðin svo full.
að ekki var nakkur íeið fyrir hana að komast þar
inn. Þannig gekk hún á milli margra kirkna til
þess að reyna að komast inn og njóta guðsþjón-
ustu, en árangurslaust. Kirkjurnar voru allar
meira en fullar.
Vonsvikin mjög hverfur hún nú heim. Allan
daginn bar hún svo mikinn harm út af þessu, aö
hún gat ekki tára bundizt.
Um kvöldið kom maður hennar heim frá hjarð
gæzlunni. En nú sá hann, að það var ekki hin
glaða og sæla eiginkona, sem mætti honum og
Ihann átti að venjast. Hann bað hana því að segja
sér, hvaö olli hryggð hennar. Hún sagði honurn
sorgarsögu sína. Þegar hann hafði heyrt sögu henn-
ar til enda, og séð hvað þetta olli henni mikillar
sargar, sagði hann mildur og kærleiksríkur:
Harmaðu þetta ekki lengur, elskan mín. Ég skal
vinna eins mikið og ég mögulega get, allt næsta
ár, og spara allt við okkur, sem framast ég má.
Með því móti vona ég, að ég geti verið búinn að
byggja kirkju handa þér fyrir næstu páska, svo
að þú getir gengið þar inn tij guðsþjónustu.
Þetta fór þannigj Á næstu páskum var hann
búinn að byggja kirkjuna og* þá voru kirkjurna
í Ani borg orðnar einni betur en þúsund.