Afturelding - 01.01.1953, Síða 1

Afturelding - 01.01.1953, Síða 1
20. ÁRG. REYKJAVlK 1953. 1,—2. TBL. Hakinn og spaðinn vitna. Hatshepsut konu iiKsdóttir. Við uppgröft í borgarrústum og sögustöðum Biblí- unnar, kemur ýmislegt í ljós, sem kastar ljósi yfir tor- skildar frásagnir Ritningarinnar. Margir sem lesa Biblíuna með nokkurri gagnrýni, hafa ekki þótzt geta skilið það, að Egyptar voru svo góðir og gjöfulir Jósef, og yfirleitt Hebreum, en snéru svo allt í einu kvæði sínu í kross og sýndu þeim fullan fjand- skap. Sannað er nú, að um 1800 fyrir Kristsburð brauzt villt- ur Bedúína-ætlflokkur inn í Egyptaland. Ættflokkur þessi var kallaður Hykisos-lýður, og náði hann um stund kon- ungsvaldi í landinu. Varð þá gamla egypzka konungs- ættin að láta af völdum. Á þessum tíma hnignaði mjög allri menningu Egypta. Svo virðist, sem Jósef og ættmenn hans hafi komið til Egyptalands á dögum einhverra hinna fyrstu Hvksos- konunga. Að Hebrear, um leið og þeir komu til Egvpta- lands, fengu svo góða aðstöðu í landinu, er skýrt á þann veg, að þessir konungar, er sjálfir voru af útlendu bergi brotnir, vildu að allir útlendir menn fengju, sem mest völd í Egyptalandi, en innfæddir menn eins lítil og mögulegt var. Árið 1580 f. Kr. gerðu Egyptar upreisn gegn þessu útlenda konungsvaldi og hröktu Hyksos-konungsættina frá völdum. Eftir það kom hrein egypzk konung'ætt í hásætið aftur. Nú gerðist það, sem segir í 11. Mós. 1,7: -,Þá hófst til ríkis í Egyptalandi nýr konungur, sem eng- in deili vissi á Jósef.“ Hin nýju stjórnarvöld stefndu nú markvisst að því, að brjóta vald þeirra niður, sem að einhverju leyti höfð'u stutl Hyksos-konungsættina. Kom þetta freklega niður á Hebreum, sem fengið höfðu vin- sældir miklar hjá Hyksoskonungunum. Hér létu Egyptar kné fylgja kviði. Þriðji konungur Egypta, eftir valdatökuna, hét Tatmos 1. Það var tvímælalaust liann, sem fann upp á því kænskuráði, að drekkja skyldi öllum sveinbörnum Hebrea í ánni Níl. Dóttir Tatmos 1. hét Hatshepsut. Þótt Biblían nafn- greini ekki konungsdóttur þá, sem bjargaði Móse, renna öll rök undir það, að það hafi verið Hatshepsut. Það þykir hafa verið ósköp líkt henni að veiða sveinbarn Hebrea upp úr ánni, þótt ekki hefði verið til annars, en að erta föður sinn með því. Prinsessan var fríð sýnum, en um leið ákaflega einráð um alla sína háttu. Meðal annars er um hana sagt, að hún hafi ekki hikað við að brjóta aldagrónar siðvenjur, til þess að fá vilja sínum framgegnt. Þannig brá hún á það ráð, öllum til stór- hneykslunar, að ganga í karlmannsfötum. Þegar faðir hennar dó átti bróðir hennar að erfa hú-

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.