Afturelding - 01.01.1953, Síða 2

Afturelding - 01.01.1953, Síða 2
A F T U R E L D I N G sætið. En þá gerði hún sér lítið fyrir og lét hneppa bróð- ur sinn í fangelsi og settist sjálf í konungshásætið. Hún varð því drottning yfir Egyptalandi og rikti í 22 ár. All- an þann tíma stjórnaði hún Iandinu með afburða dugn- aði. Hún tamdi sér að komast helzt hjá öllum hernaði við aðrar þjóðir og tókst það með ágætum. Margar stór- ar og glæstar byggingar lét hún reisa í landinu og auð- ur og velsæld streymdi yfir þjóðina á stjórnarárum henn- ar. Það var á þessum árum sem Mose var við hirð drottn- ingarinnar „og var fræddur í allri speki Egypta, og var máttugur í orðum sínum og verkuin.“ Post. 7,22. En svo dó drottningin og bróðir hennar erfði þann rétt, sem hann með réttu hefði átt að vera búinn að fá fyrir löngu. Hann var harður og miskunnarlaus gagn- vart öllum ráðgjöfum drottningar. Hann bar logandi hatur til systur sinnar og allra vildarvina hennar, og alls sem hún hafði haft mætur á. Hann gekk svo langt, að hann lét má nafn hennar út af öllum byggingum, sem hún hafði Iátið reisa. Valdataka hans varð orsök þess, að Móse missti alla hylli við hirðina, og jafnvel meðal sinnar eigin þjóðar. Hvert tilefni var notað til að koma sök á vini drottningarinnar. Því segir svo: „En er Faraó frétti þennan atburð (þegar Móse drap Egyptann), leit- aði hann eftir að drepa Móse, en Móse flýði undan Faraó og tók sér bústað í Midíanslandi.“ Konungur þessi, bróðir Hatshepsutsar, rikti í 31 ár. Þá dó hann. Á dögum eftirkomanda hans sneri Móse aftur til Egyptalands og gerðist leiðtogi Israelsþjóðar- innar út úr þrælahúsinu, Egyptalandi. Þýðingarmikil samkoma. Skemmtileg er frásögnin um hina fyrstu kynningu Moodys og söngvarans Sankey, sem hafði svo mikla þýðingu fyrir starf Mood- ys, sem prédikara. Það var á bænasainkomu á KFUM móti. Ungur maður söng þar. Söng hann af mikilli tilfinningu. Þegar samkoman var á enda var hann kynntur fyrir Moody, sem leiddi samkomuna. — HvaSan eruð þér? — Frá Pennsylvaníu. — Giftur eða ógiftur? — Giftur. Ég á konu og eitt harn. — Hvaða atvinnu stundið þér? — Ég vinn í þjónustu hins opinbera. Moody hélt þétt í hönd unga mannsins og með skörpu og djúpu augnaráði sagði hann: „Þér verðið að segja upp stöðu yðar hjá ríkinu og fylgja mér. Þér eruð sá maður, sem ég hef leitað lengi að. Ég vil að þér feröist með mér. Þér getið sungið, ég skal tala.“ Ungi maðurinn átti í mikilli baráttu, hið innra með sér. En baráttan endaði með því, að hann hlýddi Guðs rödd, sem hljómaði til hans í orðum Moodys. Ef hann hefði óhlýðnast, þá væri nafnið íra D. Sankey óþekkt í dag. Hann söng þúsundir til Krists. 2 TAKIÐ EFTIR. Himi þekkti guðsmaður Georg Muller var ávallt upp- tekinn af ýmsum störfum í andlegu þjónustunni. Hvern dag tók hann ákveðinn tíma til lesturs Heilagrar Ritning- ar og bæna. Án efa var þetta orsök að hinni miklu bless- un og framgangi er fylgdi sporum hans. Eitt sinn, á fjölmennri samkomu í London, sagði Muller um lestur Ritningarinnar. Heilbrigði og styrkur andlega lífsins er algjörlega háð því, hve Guðs Orð fær mikið rúm í lífi okkar og hugs- unum. Ég get lagt áherzlu á þetta vegna eigin reynslu í 54 ár. Fyrstu þrjú árin eftir endurfæðingu mina vanrækti ég lestur Guðs orðs að nokkru leyti. En eftir að ég byrjaði að rannsaka Orðið nákvæmlega, hef ég öðlazt þá blessun, er engin orð fá Iýst. Um það bil 100 sinnum, hef ég lesið Ritninguna sjijaldanna á milli. í hvert sinn er ég byrja að nýju er hún mér sem ný bók. Ég get ekki sundurliðað þær dásemdir, er ég hef reynl ■síðan 1820, að ég byrjaði að hafa reglu á Ritningarlestri mínum. Álit mitt er, að sá dagur sé eyðilagður, sem ég hef ekki lesið orð Guðs. Vinir mínir segja svo oft. Ég hef svo mikið að starfa, verkefnin eru allsstaðar. Svo tími er ekki til daglega að lesa Guðs orð. Sennilega hafa þessir vinir mínir ekki meira að starfa en ég. I meira en hálfa öld hef ég ekki lifað einn dag, að ég hafi ekki haft meira að starfa en ég komst yfir. Árlega um 40 ára bil hef ég þurft að svara 30.000 bréfum, flest hafa þau tekið meiri og minni tíma. Ég hef níu samstarfsmenn er standa í bréfasamböndum á þýzku, ensku, frönsku, rússnesku, ítölsku og fleiri málum. (Sjálfur hafði Muller vald á 7 tungumálum). Auk þessa er ég prédikari í söfnuði er telur 1200 meðlimi. Allir geta því séð að margt hef ég haft yfir að líta. Auk þess er áður er talið hef ég haft forstjórn fimm barnaheimila, sem öll eru stór. Einnig hef ég látið prenta þrjár milljónir rita, bóka og hluta úr Biblíunni.En reglunni hef ég ekki horfið frá. Byrja aldrei starf fyrr en ég hef haft stund í einrúmi frammi fyrir Guði. Síðan nota ég allan daginn og legg alla krafta mína fram vegna málefnis Drottins. GULLKORN DAGSLVS. ÞaS er sjaldnast vegna þess, aS þrengingar okkar eru svo stórar, heldur fyrir þaS aS viS erum sjálf svo lítil, aS viS möglum. Iialtu lampa þínum brennandi og látta síSan GuS um þaS, hvar hann setur hann.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.