Afturelding - 01.01.1953, Page 3

Afturelding - 01.01.1953, Page 3
AFTURELDING Fæðing hans yarð með kraftaverki. Díikkhærður, ungur maður, meðallagi liár, beinvaxinn, dregur nú að sér mikla athygli manna í Ameríku. Hann heitir Páll Cain frá Dallas í Texas. Vakning mikil fylgir þessum unga manni og kraftur til lækninga o|)inberast með honum. Páll er 22 ára gamall. Hann er umkringdur stað- reyndum — en kyrrlátur, nema þegar smurning Guðs Heilaga anda livílir yfir honum, líkt eldinum í þyrni- runninum. Þá talar hann, fullur af orðum og krafti, því líkast, sem steypiregn falli. Stundum talar liann af vís- dómi, sem eðlilegast væri, að kæmi frá eldri vörum. Þegar hann er ekki smurður, óttast menn, að hann verði sér til minnkunar, sem ræðumaður. — En hann fullvrðir að hann geti ekki talað af sjálfum sér. Hann segir, að nóg sé komið af slíkum prédikurum. Fæðing Páls skeði gegnum kraftaverk. Móðir hans var dauðvona af krahhameini, auk þess var hún einnig að- framkomin af berklum. Læknirinn staðhæfði að hún gæti alls ekki fætt af sér barn. Hún trúði því aftur á móti, sem Guðs engill hafði sagt við hana: „Þú munt fæða son, og þú skalt nefna hann Pál, því að hann mun tala. knúinn af Heilögum anda, eins og Páll ])OStuli. Við höfum hlustað á hann tvisvar, segir Rein Seehuus frá Noregi, sem þetta skrifar um hann. Fyrra skiptið sagði hann: „Enn hef ég ekki getað beðið fyrir sjúkum á þessum stað, vegna hinna mörgu synda Guðs fólks. Hef enn ekki komið á óguðlegri stað, en Nordvestern — um- hverfi. Seattle. Guð starfar ekki meðal síns fólks þar. sem syridin leynist.“ Hann dómfelldi harðlega syndina, það kvöld, og talaði af brennandi alvöru. Og yfir hinu unglega andlili hans hvíldi þjáning, smán og sorg, vegna afstöðu Guðs barna. Ég fann greinilega hinn rannsakandi anda, en sem ég verð bó að segja að hefur fengið langt um meira vald gegnum vakningarnar í Noregi og Svíþjóð, en hér í Am- eríku. Syndajátningar komu þarna engar fram fyrir mönnum. En án efa hefur það verið fyrir augliti Guðs. Endurvakning, andleg bylting, er ekki komin hér ennþá. í gærkvöldi hlustuðum við aftur á Pál í Mirrar Lake. Þá talaði hann frjálslega og með mikilli djörfung urn Guðs miklu ~ yoldugu kraftaverk gegnum postulann Pál o.fl. VAI.T. CAIN. Hann talaði trúarstyrkjandi. Það var „boðun trúarinnar.“ Síðan bað hann fyrir siúkum. Hann sat á stól meðan hin- ir sjúku gengu framhjá honum. Sumir lögðu báðar hend- ur sínar í hans hendur — og hann bað fyrir viðkom- andi. Hann bað alveg eins og almennt er beðið fyrir sjúkum. Eitt sinn sagði hann við eldri konu: „Þú ert sjúk af þessu — er það ekki?“ ,.Jú“. „Þú þjáist og biður um frelsi fyrir aðstandendur þína. Tengdasonur þinn mun frelsast, og tengdadóttir þín er fráfallin — er það ekki?“ „Jú,“ sagði systirin. „Ég hef aldrei séð þig áður,“ segir Páll. En nú er ég smurður af Guði — og þess vegna segi ég þér þetta: „Dóttir þín mun frelsast. Farðu leiðar þinnar — þú ert heilbrigð!“ Hún fór leiðar sinnar, lof- andi Guð. Oft hefur hann sagt gersamlega óþekklu fólki frá því nákvæmlega, hvaða sjúkdómur væri að því, hvaða söfnuði það lilheyri, í livaða borg það búi o.s.frv. Einnig hefur hann oft heyrt rödd tala til sín og segja sér ýmissa hluti mitt á n'.eðal safnaðarins. Hann sagði í gær: „Ég hef séð Jesúin ineð útrétla arma og fengið að líta naglaförin í höndum hans. Ég hef

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.