Afturelding - 01.01.1953, Page 4

Afturelding - 01.01.1953, Page 4
AFTURELDING séð hann ganga ura hér í þessum sal. Ég hef séð Jesúm horfa á einstaklinga á meðal yðar.“ — „Hin mesta vakning veraldarsögunnar er nú í þann veginn að hrjótast út,“ segir Páll. Hinn forherta^ti ritdómari, ádeilumaður lærir bæn- ina: „Drottinn, ég trúi!“ þegar hann kemur á samkomur Páls Cains, segir trúboðinn Kapp. Bókstaflega hefur það verið þannig, að þúsundir hafa komið fram til að taka á móti Jesú Kristi, sem Frelsara sínum. Gjöfin að greina anda hefur starfað mjög raunverulega og afhjúpað rang- ar kenningar og marga villu. Allt í einu hefur það skeð stundum, að Páll hefur neitað að biðja fyrir einhverjuin sjúkum og sagt honum um leið, að hann eða hún þjón- aði Satan í falskri kenningu, og fyrst verði viðkom- andi að gefa Drottni Jesú hjarta sitt og frelsast, og síð- an öðlazt heilbiigði. Það eru margir prestar og prédik- arar, sem tala í gegn undrum og táknum. Þeir trúa ekki á guðdómlega heilbrigði, en heimfæra Guðs heilögu verk upp á Satan og galdra, segir hann. Ríki, sem er sjálfu sér sundurþykkt fær ekki staðizt. Heldur þú, að Satan reki út illa anda? Jesús sagði: „Þeir murm reka út illa anda og leggia hendur yfir sjúka.“ En þessir þjónar hafa breytt skipurx Jesú þannig, að þeir reka hina sjúku út, en bjóða djöflinum inn, því að honum þjóna þeir. Jesús Kristur stríðir ekki í gegn sjálfum sér. Heldur þú að Satan geri hað? Jesús kom til þess að brjóta niður verk Satans. DjöfuIIinn gengur um sem öskrandi ljón, leit- andi að þeim, sem hann geti gleypt. Ég er ungur maður, en ég þekki hið gamla, blessaða fagnaðarerindi. Ég er hér til þess að boða yður: Gu8 cr hér! Og þá ríður á, að þér sjálfir segið á máli gömlu trúarinnar: „Hér er ég, Drottinn!“ Ég vitna til hess, sem sagt var í samkomunni í gærkvöldi: „Guð krefst þess, að börn han= séu heilög. í honum erum við dáin svndinni, grafin með honum, reist upp í honum. Við krossfestum holdið og Kristur lifir í oss.“ Við verðum að snúa okkur frá heiminum í kringum okkur og öllu, sem heimsin= er, og hverfa aflur að hin- um gömlu og góðu siðum! í dag hafði ég símasamband við mína ástríku móður, sem nú er 67 ára gömul. Ég var hræddur um að hún væri einmana, en hún sagði: „Nei, ég er aldrei einmana!“ Þegar hún er ein, er hún ein með Guði, og það þykir henni bezt. Hún fékk heim- sókn í dag. Ég gat ekki að mér gert að gráta. Hún sagði mér, að systir mín hefði verið þar og önnur kona með dreng, sem var mállaus og heyrnarlaus. Á einni af sam- komum mínum í Calíforníu sagði ég móður hans, að drengurinn mundi byrja að tala eftir 16 daga. A þeim degi talaði hann þrjú orð, þvínæst 300 orð, og nú talar hann málið eins og ég og þú. Lofaður sé Guð! '4 Á einni af samkomum mínum í Los Angeles komu sex menn fram. Þeir höfðu með sér krabbamein í spíritus, sem annað tveggja höfðu fallið af þeim, eða þeir höfðu kastað þeim upp. Þeir voru allir heilbrigðir! Það er ómögulegt að endurgefa ræðu Páls. En hann talaði um Heilags anda skírnina. Hann kvikaði ekki í kenningu sinni frá lákni Andaskírnarinnar. Það væri nú hið sama og forðum daga, tungutalið, sagði hann. Það er vilji Guðs, að öll hans börn fyllist Andanum og tali tungum, til tákns fyrir hina vantrúuðu. Ég trúi því, að við getum átt von á að eldurinn falli með eldtungum yfir okkur. Heimurinn á að komast að raun um, að Drott- inn skíri í Heilögum anda. Við vitum, að eldstólpinn gekk á undan ísraid og stóð milli þeirra og Egyptanna við Rauðahafið. Þannig mun Gu8 og opna veg fyrir sinn lý8 meS því, á8 skíra hann í Ifeilögum anda og eldi! Enginn prédikari á að hvetja yður til að tala í tungum. Postularnir lögðu hendur yfir hina trúuðu, og þeir fyllt- ust af Andanum og töluðu í tungum. Þið verðið öll að vonast eftir Heilags anda fyllingunni í kvöld. Þegar hann talaði, var hann sjálfur svo fylltur And- anum, sem einn maður getur verið. Orðin féllu af vörum hans eins og straumflóð, full af krafti — og oft af guð- dómlegri vizku. Boðskapurinn kom ekki frá venjulegum vel æfðum jxrédikaraheila. Maðurinn gleymdi sjálfum sér og tilheyrendurnir gleymdu sjálfum sér líka. Þjáningin^ Tniljoði nokkur liefur sagt frú jivi, að i Afn'ku vaxi jurt, sein ekki blómstri í kyrru veðri. En þegar stormurinn kemur, opnar hún krónu sína og blómstrar. „í ríki Guðs sjáum við að hin fegurstu blóm finnast i bogagöng- um þjáninganna, þegar stormurinn blæs. Gáfaður kristinn maður liefur sagt: „Því meiri sem bekking min verður á Ritningunni og lifinu, verður bað Ijósara fyrir mér, að hinn sjálfstæði berandi kraftur í trúarlífi okkar fæðist fram í þrengingum. Ef trúarlif okkar væri án þrenginga, mundi það stöðvast á líkan hátt og stofuklukka, er missti lóð sín. í stormi þjáninganna blómstrar hlýðnin. Við þurfum að liða til að læra hlvðni. Um Jesú er sagt: „Hann lærði hlvðni af því sem hann leið.“ Hlvðni er fagurt blómstur. „Hlýðni er betri en fórn“, segir Guðs Orð. 1 stormi þrenginganna grær einnig blóm þolinmæðinnar. Þol- inmæðinnar þörfnumst við til að geta fullnað það skeið, sem okk- ur er fyrir sett. Þegar þjáningarstormurinn kemur inn yfir líf okkar, kemur einnig blóm vonarinnar fram í allri sinni fegurð. Verum ekki undrandi yfir eldi reynslunnai', sem brennur á með- al okkar. Hann er gjöf úr hendi Guðs. Og áform hans og takmark með þjáningunni er að trúarlíf ökkar blómgist og beri ávexti.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.