Afturelding - 01.01.1953, Qupperneq 5

Afturelding - 01.01.1953, Qupperneq 5
AFTURELDING Horft á Krist frá fleiri hliðum — Jesús Kristur var eðlisfræðilega ódauðlegur i þreföld- um skilningi. Sem Guð var hann auðvitað ódauðlegur, og það var hann líka frá eðlisfræðilegu sjónarmiði, sem mannleg vera. Sem Gyðingur var hann ekki skyldugur að deyja, vegna þess að hann hafði haldið lögmálið í öllum atrið- um. Það var aðeins sá, sem braut lögmálið, sem var dauðasekur. Sem maður var hann einnig ódauðlegur, vegna þess að hann hafði aldrei syndgað. Hann spurði: „Hver yð- ar getur sannað á mig synd?“ Enginn svaraði, enginn gekk fram. Frá mörgum hliðum er Jesús miSdepil 1 veraldarsög- unnar. Landfræðilega var hann fæddur á miðdepli jarðarinn- ar. Esekíel spámaður segir í 38. kafla og versinu 12, um Gyðinga, að þeir séu þjóð, ;sem samansöfnuð er frá heiðingjunum, . . . sem búa á nafla jarðarinnar.“ Það er á hæð miðrar jarðarinnar. Eftirtektarvert er, að Palestína liggur á miðdepli hinn- ar byggðu jarðar. Þar koma hinar þrjár stóru heimsálf- ur næst liver annarri. Það eru álfurnar: Evrópa, Asía og Afríka. Þetta er jafnt um þjóðerni, landfræði, menn- ingu og þjóðlíf. Þarna mætist austrið og vestrið, suðrið og norðrið. Þannig var það vilji Guðs að Frelsari heims- . ins skyldi fæðast á miðdepli jarðarinnar. Ef Jesús hefði fæðst í Englandi, Japan, Svíþjóð eða Suður-Afríku, mundi starf hans ekki hafa orðið það, sem það varð, einmitt af því að liann fæddist á miðri jörðinni. Að því sem viðkemur þjóðerni hans, er fæðing hans jafn undraverð. Hann tilheyrði ekki Rómverjum. sem höfðu hið stjórnmálalega vald. Hann heyrði ekki til Grikkjum, sem höfðu menninguna og íþróttirnar. Hann heyrði ekki til Indverjum eða Persum, sem höfðu hina dulrænu og trúmenguðu menningu. Hann heyrði ekki heldur til Babýloníumönnum eða Egyptum, þar sem vagga hinnar fornu þjóðmenningar stóð. En hann heyrði til Gyðingum, lítilli, hjálparlausri þjóð. Og hvers vegna? Án efa vegna þess, að Guð vildi með því sýna öllu mann- kyni, að krafturinn í lífi hans og starfi stóð í engu sam- bandi við fæðingu hans, heldur bjó sá kraftur í honum sjálfum, sem guðdómlegt líf. Og að því sem litarart snertir, þá var Jesús ekki hvítur eins og Evrópumenn eru, ekki svartur eins og Afríku- menn, ekki gulur eins og Kínverjar, ekki rauður eins og Indíánar og ekki brúnn eins og Hindúar. Hvað var hann þá? Hann var dökkur yfirlitum, eins og fólkið er í Miðjarðarhafslöndunum, til þess að hann gæti tilheyrt okkur öllum í gervöllum heiminum. Sögulega séð var fæðing Jesú undraverð. í sex þúsund ár hafa menn á jörðu hér verið að skrifa söguna. Framundan okkur höfum við, eftir því sem flestir trú- boðar kenna, styrjaldir og þrengingar. Svo kemur þús- undáraríkið. Eftir það kemur stríð á ný og uppreisn gegn Guði. En þá kemur endirinn. Þegar við nú lílum til baka til hinna liðnu alda, og skyggnumst jafnhliða inn í framtíðina, eins og hún er opinberuð okkur í Ritningunni, höfum við þá ekki leyfi til að álíta með réttu, að með orðunum „en þegar fvlling tímans kom“ sé átt við það, að Jesús hafi komið í sjálfum miðdepli veraldarsögunnar? Undir öllum kringumstæðum og frá hvaða hlið sem það er skoðað, á heimurinn í Jesú Kristi, Guð í mann- legum og skiljanlegum persónuleika hinn einasta áþreif- anlega vísdóm um Guð, og þann einasta veg til endur- lausnar fyrirgefningar og eilífs hjálpræðis. C. A.Chader. Hjálp, sem aldrei bregst. Wilfred T. Granfell segir: Mér hefur orðið það óbrigðul hjálp i sorg, kvíða, örvæntingu og hverskonar vandamálum lífsins, að kunna ritningarorð utan að. Eg hef varið mörgum klukkustundum til þess að læra ritning- argreinar, svo að ég geti gripið til þeirra við ýmiss tækifæri. Guðs- orð er bezta vopnið, sem kristinn maður á, og þess vegna þarf hann að hafa það alltaf til taks. í efasemdum á það lausnarorðið. I sorg huggar það. Það svarar öllum spurningum mannlegs hjarta. 1 angist gefur það frið. Á árásardeginum gefur það meiri vernd en nokkuð annað, sem máttugt er talið. Er ég eitt sinn stóð andspænis dauðanum, aleinn á rekísjaka, gaf það mér alla þá hjálp, sem ég þurfti. Þá var það hjá mér eins og hinn sannasti vinur af öllum vinum. Af öllu mínu hjarta ræð ég öllum til þess, að taka sér tíma til iþess daglega, að byrgja sig upp með þeirri öruggu hjálp, sem Guðs orð er. 5

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.