Afturelding - 01.01.1953, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.01.1953, Blaðsíða 6
AFTURELDING „Vottar Jehóva“ -- hvað kenna þeir? Upphaf kenningar þessarar er bundið við Charles T. Rusisell í Ameríku. Hann er fæddur 1852, dáinn 1916. Eftirmaður Russells varð llutherford dómari. Framan af, lengi vel, var hreyfing þessi kölluð Russellsinnar, en síðan 1931 hafa þeir kallað sig „Votta Jehóva“ eða „Verkamenn Varðturnsins“. Russell skrifaði 6 bækur um kenningar sínar og hafa þær jafnan verið taldar sem grundvöllur fyrir öllum kenningum þeirra, og er í flestu farið eftir þeim. 1 mörgum veigamiklum atriðum stríða kenningar þess- ar algerlega í bága við Heilaga ritningu. Afturelding vill benda á nokkur þessara atriða til athugunar lesendum sínum. Persóna Guðs. Russell neitar alveg kenningu Biblí- unnar um þríeinan Guð. Segir hann að slík kenning eigi aðeins heima í myrkri miðaldanna, enda hafi hún orð- ið til á þeim tímum. Um slíkt röfla, segir hann, aðeins gráhærðir guðfræðiprófessorar. Guð er einn og frá ei- lífð óskýranlegur og óþekktur. Segja þeir hreint út „að Satan sé frumkvöðull að þrenningarkenningunni“. Jesús Kristur. Jesús Kristur er aðeins maður, hvorki meira eða minna. Tilveru hans lauk með dauða hans á krossinum. Það var nauðsynlegt, ekki aðeins að maður- inn Jesús dæi, en ekki síður hitt, að hann yrði aldrei aftur lifandi, heldur héldi áfram að vera dauður alla tíma. Áður en Drotlinn kom í heiminn, var hann skap- aður, sem erkiengill, og enginn annar en erkiengillinn Mikael. Maðurinn Jesús hefur aldrei risið upp frá dauð- um. Hann hefur í orðsins allra fyllstu merkingu liðið fullkomna eyðingu. Við vitum ekkert, hvað um líkama Jesú varð, hvort hann leystist upp sem gas. Þetta veit enginn. Heilagur Andi. Heilagur Andi er ópersónulegur. Hann er aðeins áhrif og kraftur, sem Guð kemur til leiðar. Vm synd. Dauðinn, eyðing tilverunnar, er laun synd- arinnar. 1 fyrstu deyja ekki allir fyrir sína eigin synd, heldur fyrir synd Adams. En sá dagur, þegar hver mað- ur deyr fyrir sína eigin synd, verður dagur þúsundára- líkisins, eða sem er að þeirra áliti, dagur upprisunnar, Dómurinn, sem kemur yfir, hvern þann mann, sem notar ekki sitt „annað tækifæri,“ sem honum býðst í þúsund- áraríkinu, er hinn annar dauði, sem er fullkomið tilveru- leysi, gereyðing. Friðþœging. Fórn sú, sem Jesús bar fram, tryggir eng- um manni eilíft líf, né nokkra blessun. Hins vegar trygg- ir hún hverjum manni nýjan reynslutíma — nýtt tæki- færi — til þess að öðlast eilíft líf. Friðþæging Krists var aðeins fyrir hinn fyrri Adam. Hún getur ekki helgað syndugan mann, né opnað honum leiðina til eilífrar dyröar. Jesus dó til þess að Adam gæti endurliinað í þusundararikinu. Þjáning hans hatöi enga þyðingu, sem endurlausn. Höfuöatriöið var, að Jesús lauk tdveru sinni til þess að Adam gæti endurkeypzt frá því að verða að enSu- _ rrelsið. Allir sem dáið hafa vegna syndar Adams, munu fá líf sitt til baka af Jesú Kristi, sem tók á sig sekt þeirra. Enginn öðlast ódauðieika fyrir endursköpun. Fyrir núverandi reynslu sína af syndinni og hennar þunga dómi, hefur maðurinn fengið kröftuga viðvörun, jægar hann síðar meir fær nýtt tækiíæri. Við getum verið vissir um það, segir Russell, að við næstu yfir- heyrziu verða það aðeins hinir forhertu, sem verða dæmd- ir. Við hinn annan dóm verður gert út um það, hvort við öðlumst eilíft líf eða ekki. 1 6. bindi kenninga sinna, blaðsíðu 178 segir Russell um hinn óguðlega mann Neró keisara: að hlýðnist hann sínu nýja tækifæri, sem hann fær í þúsundáraríkinu, jiegar andi lians rís upp, ásamt öndum allra óguðlegra manna, þá muni honum hlotnast mikil vegsemd og hið gamla iíf hans gleymast. Upprisan. Russel segir að postular Krists og allir kristnir menn, sem dánir eru fyrir árið 1878 hafi risið upp það ár, um vorið. Þeir rísa upp sem andaverur, án líkama. J þúsundáraríkinu munu hinir vantrúuðu rísa upp og þá fá þeir nýtt tækifæri til að öðlast eilíft líf. Dómurinn. Aliir vantrúaðir fá nýtt tækifæri í þús- undaáraríkinu. Ritningin verður prédikuð fyrir þeim á ný, en taki þeir þá ekki á móti tilboðinu, verða þeir gerðir að engu. Þúsundáraríkið mun endurlífga allt mann- kyn og allt jarðneskt, allt frá Adam og til enda Eftir endurnýjaða reynslu, annað tækifæri, verður dómurinn hinn annar dauði, sem er algert tilveruleysi, gereyðing. Glötunin. Guð er alltof góður til þess að eilíf glötun sé möguleg. Hinn óslökkvandi eldur, sem Ritningin tal- ar um, segja þeir, er aðeins táknmynd upp á það að öll villa verði að engu gerð og trúin hreinsuð. Sálin. Rutherford, sem varð eftirmaður Russells, hann gengur svo langt, að hann segir, að enginn maður hafi sál. Svo bætir hann við: „Prédikararnir hafa fengið fólk 6

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.