Afturelding - 01.01.1953, Page 8
AFTURELDING
Eg tók niðurdýfingarskírn á Hvítasunnudag 1951 og
eru nú bráðum tvö ár síðan. Ég sé aldrei eftir því, að
hafa gefizt Kristi. Þú, vinur minn, sem lest þenna litla
vitnisburð minn, má ég biðja þig. að hugsa vel um þau
fáu orð, sem standa hér á eftir.
Ég er búinn að lifa með Frelsara mínum í nær tvö ár,
og ef ég fengi ekki meira hjá Kristi en í heiminum,
mundi ég strax fara aftur út í heiminn og syndina, þar
sem ég áður var. En vegna þess, að ég finn svo mikið
meira hjá Kristi, fer ég ekki frá honum. Jesús elskar þig
og hefur látið líf sitt í lausnargjald fyrir þína sál. Viltu
því ekki taka á móti honum, sem Frelsara þínuin? Hvað
er það, sem hindrar þig í því að koma til hans?
Gísli Hendriksson.
LÍTTU UPP.
Lítið til hans og gleðjist, og andlit yðar skulu eigi
blygðast. (Sálmur, 34,6).
Trúboði einn segir frá því, að einn af vinum hans hafi
heimsótt hann eitt sinn og verið þá mjög dapur og
niðurbeygður. Hann var búinn að tapa gleðinni og traust-
inu á Guði og frelsinu, sem hann gefur, og var von-
daufur um, að ljósið mundi nokkru sinni renna upp í
sálu sinni á ný. Hann var sér ekki meðvitandi syndar í lífi
sínu, sem gæti verið orsök að þessu, en þráði aðeins, að
mega lifa í meðvitundinni um nærveru Guðs. Til allrar
hamingju hafði ég reynt svipað og verið leiddur út, og
eftir að við höfðum talað saman um hríð, rétti ég hon-
um Biblíuna mína og bað hann að lesa 6. vers í 34. sálm-
inum. Hann las það upphátt en fremur hægt: „Lítið til
hans og gleðjist —“ „Hvað skeði þá“, spurði ég. — „Og
andlit yðar skulu eigi blygðast.“ „Einmitt eins og ég
þrái að mér Iíði,“ svaraði hann. „En taktu eftir, hvernig
gleðin birtist. Það var við að líta upp. Og sennilega er
það eitt hið auðveldasta verk, sem manninum er á herð-
ar lagt, eða hvað virðist þér? En hvort litu þeir upp eða
niður? Niður eða uppávið, innávið eða útávið, á sjálfa
sig eða einhverja aðra?“ Hann leit aflur á Ilitningarstað-
inn og sagði síðan: „Þeir litu upp til Guðs.“ Og um leið
og hann aftur og aftur las orðið, sagði hann: „Þeir
horfðu ekki á sjálfa sig, þeir litu ekki á tilfinningar sín-
ar eða í huga sinn, þeir horfðu aðeins á Guð — litu að-
eins til Guðs. Þeir beindu sjónum sínum til Hans.“
Það kvöld rann ljósið upp í sál han,s vegna þess, að
hann fékk náð til að beina sjón sinni til Jesú. Það er
auðveld lexía að læra, en hún er mjög svo þýðingarmik-
il. Því að, lireytum við eftir henni, mun hún ávallt veita
okkur óendanlega blessun. Mrs. Howard Taylar.
8
HLÝÐ KALLI GUÐS.
i
Ef Guð hefur sagt við einhvern: „Far þú í víngarð
minn“, þá mun hann gefa kraft og náð til að vinna það
verk, sem Guð ætlar honum að vinna.
Enginn veit, hverju hann getur áorkað, fyrr en hann
prófar Guð, í auðmýkt, og trausti til náðar hans.
Biblían gefur okkur nægar sannanir um það, að þeg-
ar Guð tekur út verkamenn til þjónustu sinnar, þá gef-
ur hann þeim náð til að leysa af hendi það verk, sem
hann hefur falið þeim að vinna.
Hvernig hefði farið, þegar Guð kallaði Abraham og
bauð honum að yfirgefa land sitt og þjóð, föður sinn,
ættingja og vini, og bauð honum að fara til þess lands,
sem hann (Guð) vísaði honum á, og lofaði að blessa
hann og gera hann að mikilli þjóð, ef Abraham hefði
sagt við Guð: „Ég er enginn brautryðjandi. Ég get ekki
farið.“ Eða ef Jósef, sem komst í þá tign að standa næst-
ur Faraó, hefði sagt: „Ég hef enga menntun fengið, ég
þekki naumast málið, og er ekki heldur sammála fólk-
inu í trúarskoðunum þess. Ég þekki ekki siðvenjur þess.
Ég get ekki tekið þetta að mér.“
Og hvað hefði orðið, ef Páll postuli hefði sagt, þegar
Drottinn kallaði hann að fara til heiðingjanna, með
fagnaðarboðskapinn: „Ég er nýfrelsaður, ólst upp hjá
Faríseum og það voru þeir, sem létu krossfesta þig,
Drottinn. Ég er ver undirbúinn en Pétur, Jakob og Jó-
hannes. Ég get það ekki.“
Ef lietjur Biblíunnar (bæði Gamla- og Nýjatestament-
isins), sem fengu köllun frá Guði, hefðu stöðvazt við
vanmátt sinn og beðið þangað til þeir fundu, að þeir
væru hæfir til að gera allt, sem Guð hafði falið þeim að
gera, þá hefðu þeir aldrei getað komið neinu lil leiðar
í Andans heimi. Jósef hefði þá ekki fengið þau völd, sem
hann fékk í Egyptalandi, Móse og Davíð orðið áfram
fjárhirðar, Amos jarðyrkjumaður, Pétur fiskimaður,
Mattheus tollhcimtumaður o.s.frv. En þeir hlýddu kalli
Guðs, og hann notaði þá til blessunar fyrir heiminn —.
HefSu þeir ekki hlýtt kölluninni, þá hef&um viS ckki
Biblíuna me‘8 hennar fögru frásögum.
A.A.
Far, þó aS vanmúlt þú finnur þinn,
Far, eins og Rut út á akurinn,
Ef til vill finnur þú ax þar enn,
sem eftir skildu heimamenn.