Afturelding - 01.01.1953, Qupperneq 9

Afturelding - 01.01.1953, Qupperneq 9
AFTURELDING hana talar hann (l enn... Trúin þekkir engin takmörk. Fyrir hana, segir Guðs orð, talar maðurinn enn „þótt dauður sé“. Á síðastliðnu vori dó 19 ára gömul stúlka að heimili sínu í Reykjavík. Hún hét Mar- grét Guðnadóttir. Tveimur árum áður hafði hún gefið Kristi líf sitt. Líf hennar með Frelsaranum var því aðeins tvö ár. Tvö ár. Þeir sem fylgdust með henni þetta stein- snar, frá því að hún fann Krist og þar til hún var farin, gera sér grein fyrir því, að hún lét eftir sig minningu, sem ekki er auð- velt að gleyma. Því var það, að fósturforeldrar hennar, Ólafur Ás- geirsson og Sigríður kona hans, ákváðu á jarðarfara- degi hennar, að stofna sjóð, er bundinn skyldi vera við minningu hennar um fagurt Guðs líf. Sjóð þessum skyldi varið til þess að veita þeim fjárhagslega hjálp, meiri eða minni, innan Hvítasunnuhreyfingarinnar innan lands, sem ekki hefðu fastan styrk eða nægilegan annarsstaðar frá. Með þessu hyggjast fósturforeldrarnir geta varðveitt þráðinn, frá því að slitna við dauða hennar, sem rann í gegnum allt trúarlíf hennar, en það var að vinna menn- ina fyrir Krist og himininn. Næsta skýr táknmynd upp á þennan sjóð, gæti þessi mynd verið úr lífi Margrétar. Á einhverri síðustu samkomunni, sem hún var, víkur hún sér að vinkonu sinni, um leið og hún þurfti að fara heim af samkom- unni, vegna veikinda sinna, sem þá voru farin að áger- ast meira, og segir við hana: „Lánaðu mér hundrað krónur þangað til á morgun, þá skal ég senda þér þær, og láttu N.N. fá þær, án þess að nefna nafn milt. — N.N. var fátækt vilni Drottins, sem vitnaði það kvöld. í þess- ari samkomu hafði engum dottið í hug að taka upp fórn eða styrkja viðkomandi mann, nema henni einni. Með þessari fórn hefur hún, án þess að vita það, lagt grundvöllinn að þessum sjóði, eem nú er stofnaður í minningu hennar. Mætti hann blómgast og blessast og bera hugsjón hennar lengra á leið fram í Guðsríki. Gæti það þá orðið eins og sagt var um fórn Abels: „fvrir liana talar hann enn þótt dauður sé.“ Um áramótin í fyrra voru það allmörg Guðs börn, innan Hvítasunnuhreyfingarinnar, sem settu sér það, að hafa lítinn sparibauk og láta þar í minnst 50 aura í hverri viku. Ennfremur þá peninga, sem þau fyndu eða neituðu sér um að kaupa eilthvað fyrir, vegna þess að þau álitu meira virði að láta þá í þenna sjóð. Síðan skyldi opna baukinn um næstu áramót. Því, sem þannig safnaðist, skyldi »vo verja lil styrktar þeim vitnum Drottins, er engan fastan styrk hefðu. Þegar þessir litlu sparibaukar voru opn- aðir í Fíladelfíu í Reykjavík um áramótin. voru upj)hæðir tveggja liinna fyrstu þessar: Annar sýndi kr. 402,30. Hinn 604,21. Geta má þess að þessa bauka áttu tveir karlmenn, sem áreiðanlega hafa verið vel vak- andi fyrir þessu máli. Tveir fyrstu baukar stúlknanna sýndu þetta: Annar kr. 50,00. Hinn kr. 61.16. Saman- lagt kr. 1117.67. Hver mundi árangurinn verða ef allir Hvítasunnu- menn í öllu landinu gerðu þetta? „Hefjið upp augu yð- ar“, sagði Kristur, „og lítið á akrana, þeir eru þegar hvítir lil uppskeru.“ Ástæðan fyrir því, að vitni eru ekki í dag komin á marga þá staði í landinu, sem ekk- ert fast starf er á, er ekki alltaf fyrir viljaleysi vitnanna eða fyrir það að þau eru ekki til. heldur hreinlega fyrir efnaleysi þeirra. Eigum við að gera öflugt átak í þessu máli yfir allt landið, og sjá hver útkoman verður við næstu áramót? Ofangreindir peningar úr nefndum sparibaukum ganga sennilega allir í Minningarsjóð Margrétar Guðnadóttur. Vilji fleiri styrkja þenna sjóð á sama hátt eða með öðru móti, þá skal þess getið hér, að sjóðurinn verður í hönd- um gjaldkera Fíladelfíusafnaðarins. Hann mun færa reikninga sjóðsins. Alla slíka peninga má því senda til hans. Áritun: Hr. Sigurgrímur Ólafsson, Höfðaborg 62, Reykjavík. Enn má geta þess að innan tíðar verða prentuð minn- ingarspjöld, gefin út til styrktar og eflingar sama sjóði. Verða þau til sölu hjá öllum Hvítasunnusöfnuðum i landinu. Ásmundur Eiríksson. Marfijót Guðnadóttir. 9

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.