Afturelding - 01.01.1953, Page 11
AFTURELDING
VantrúarmaSuri nn og Biblían.
Eitt sinn var ég á ferð frá Dundee í Skotlandi til
Lundúnaborgar. Ég ferðaðist með skipi. Þegar ég fyrsta
kvöldið ætlaði ofan af þiljum niður í svefnklefa minn,
þá sá ég úr stiganum inn í matsalinn, þar var hópur
fólks samankominn. Mig langaði til að sjá og heyra
livað þar var um að vera og fór því inn í matsalinn.
Þar voru tveir menn í heitum samræðum um kristin-
dóminn. Annar þeirra var kunnur guðsafneitari, um fer-
tugt. Hinn var kominn að sjötugu og var trúmaður.
Það var greinilegt að yngri maðurinn hafði betur í
þessum umræðum, hann var málsnjall og notaði öll ráð
til að gera lítið úr kristindóminum og þeim sem honum
fylgja að málum. Margir virtust hafa gaman af þessum
samræðum og ekki sízt því að gamli maðurinn fór hall-
loka.
Eg beið eftir tækifæri til að blanda mér inn í samtal-
ið, en áður en það gæfist hætti gamli maðurinn umræð-
unum, virtist öllum hann hafa beðið lægra hlut. Ég
ávarpaði hann því og sagði: „Mér þótti leilt að þú skyld-
ir ekki halda umræðunum áfram. “ — „Ég hafði ekkert
meira að segja,“ sagði hann. — Guðleysinginn hafði
upp þessi orð. Hann var sýnilega ánægður með sjálfan
sig og hélt hann nú áfram að gera lítið úr trúnni.
Hann varð ekki lítið undrandi er ég spurði hann unt
þekkingu hans á Biblíunni. Hann var fljótur til svars
og kvaðst hafa lesið hana fram og aftur mörgum sinnum.
„Þessu trúi ég. Þér dæmið Biblíuna svo hart, vegna
þess að þér þekkið hana svo vel“. „Já“, svaraði hann,
„það er þannig. Ég mundi áreiðanlega ekki dæma hana,
nema því aðeins að ég þekki innihald hennar.“
Ég tók veski mitt úr brjóstvasanum. I því voru 5
sterlingspund. Síðan tók ég armbandsúrið og lagði það
ofan á seðilinn og mælti. „Ef þér getið lesið 10 vers
úr Biblíunni utanbókar, þá liggur borgunin hér.“
Það var eins og nýr andi kæmi yfir hó])inn, er jrarna
var og allir voru fullir eftirvæntingar. í stað þess að
byrja að lesa, þá sagði hann í afsökunartón: „Það er
orðið svo langt síðan ég hef lesið í Biblíunni, ég hef ekki
gert það síðan ég fór til sjós, fyrir 15 árum síðan. Svo
er minnið mitt ekki heldur upp á það bezta.“
Ég var ákveðinn og sagði að ef hann jrekkti Biblíuna,
eins og hann hafði staðhæft, þá ætti hann að geta lesið
örugglega 10 vers af þeim 31173 sem í Biblíunni eru.
Hann afsakaði sig ennþá einu sinni með j)ví að svo langt
væri síðan hann hafði lesið nokkuð í Biblíunni. Þeir, sem
fylltu hópinn þarna í matsal skipsins, fóru nú að brosa
að þessum fríhyggjumanni sem svo djarflega hafði mælt
móti Biblíunni og hrósað sér af jrekkingu á hinni Helgu
bók.
Ég bað liann nú að lesa, þó að ekki væri nema sjö
vers. Verðlaunin skyldi hann fá ef hann gæti það. Ilann
gat það ekki heldur, þá bað ég hann að lesa fimm, síð-
an þrjú. En allt kom fyrir ekki. Að síðustu gekk hann
inn á að lesa eitt. En gerði það svo skakkt og ruglings-
Iega að hörmung var að. Tók ég Biblíuna úr vasa mín-
um og lét hann sjá hversu skakkt hann hefði farið með,
Einnig gaf ég öðrum sem voru viðstaddir kost á að sjá
mismuninn á orðunum, sem guðleysinginn hafði lesið.
Til hinna viðstöddu mælti ég á }>essa leið: „Hér höf-
um við dæmi af manni sem fyrirdæmir Ritninguna,
gjörir gys að kristindóminum, sem segist þekkja alla
Biblíuna, en getur þó ekki hindrunarlaust lesið utanbók-
ar eill einasta vers, þó að honum sé boðin borgun fyr-
ir.“ Ég fékk svo tækifæri áfram til vitnisburðar og end-
aði síðan með bæn.
Um það leyti er við náðum ákvörðunarstaðnum kom
guðleysinginn og annar maður til mín í klefa minn.
Voru þeir hugsi mjög og vildu koma'st á fastan grund-
völl í eilífðarmálunum. Þeir þökkuðu mér innilega fyrir
það sem ég hafði sagt og tóku jafnframt þá ákvörðun að
hér eftir skyldi stefna þeirra verða önnur.
Allir guðleysingjar og fríhyggjumenn hrósa sér af
þekkingu á guðlegum málum og þá ekki sjaldan á Ritn-
ingunni. Óhætt mun vera undir öllum kringumstæðum
að bjóða borgun á sama hátt og ég gerði. Því jreir einu,
er dæma Ritninguna, eru þeir sem alls ekkert }>ekkja
hana.
J.M.K. í Svenska Posten,
lausl. þýtt. Einar J. Gíslason.
11