Afturelding - 01.01.1953, Side 13

Afturelding - 01.01.1953, Side 13
AFTURELDING Veginn og léttvgæur fundinn. Ég sat í stólnum mínum, þreyttur eftir önn dagsins. Starfið hafði verið mikið en hvíldin engin. Menn höfðu leitað og fundið Frelsarann. Ég fyrir mitt leyti var sæll í störfum mínum. Bræðurnir voru einhuga, og Orðið hafði áhrif á hjörtun. Samkomusalurinn rúmaði ekki hinn stóra hóp tilheyrenda. Dauðþreyttur, sem ég var, hvíldi ég í stólnum, og blundaði augnablik. Fyrirvaralaust kom ókunnur mað- ur inn í stofuna. Hann hélt á málstokk og öðrum því- líkum tækjum. Allt leit þetta mjög einkennilega út. Hinn ókunni maður kom til mín, rétli fram höndina og tók í mig um leið og hann sagði: „Hvernig gengur það með kostgæfnina þína?“ í fyrstu áleit ég að hann ætti við heilsu mína. En ég varð glaður, Jregar ég heyrði síðasta orðið, því að ég var hæðstánægður með áhuga minn, og efaðist ekki um, að hinn ókunni maður mundi brosa viðurkennandi, þegar hann sæi mitt umfangsmikla starf. Allt í einu fann ég, að hlutkennt stykki gekk út úr brjósti mér og um leið hélt ég því í hendi mér og rétti það fram til sýnis. Ókunni maðurinn tók böggulinn, lagði hann á vogar- skál og vóg hann með mikilli nákvæmni. Ég heyrði hann segja: „50 kíló.“ Ég gat naumlega haldið ánægju minni í skefjum. Þeg- ar hann var að skrifa niður þyngdina, leit hann á mig, og ég skildi, að hér var ekki allt sagt, heldur átti hér nákvæmari rannsókn að fara fram. Hann kreisti klump- inn og lagði hann því næít allan í bræðsluofninn, sem hann tendraði eld í. Þegar allt síðan var bráðið, tók hann það út og lagði lil hliðar, svo að það gæti kólnað. Því næst storknaði klumpurinn og komu þá í ljós mörg mis- munandi lög, sem losnuðu hvert frá öðru, um leið og hinn ókunni maður sló á Jíau með hamri sínum. Hvert lag fyrir sig var mjög nákvæmlega mælt og vegið og útkoman skrifuð nákvæmt niður. Þegar maðurinn hafði lokið verki sínu, fékk hann mér listann, og horfði aftur á mig með augnaráði, sem lýsti í senn hryggð og með- aumkvun, um leið og hann sagði: „Ó, mætti Guð frelsa þig!“ Því næst yfirgaf hann mig. Á listanum stóð: Greining á N. N. sem er kandidat fyrir kórónu dýrð- arinnar. Full þyngd: 50 kíló. Við greining kom í ljós, að það var tré, hey, og hálm- ur. (1. Kor. 3. 10—15.) Ég hafði verið áhyggjufullur út af framkomu og augnaráði lnns ókunna manns, en þegar ég sá afleiðing- arnar af rannsóknum lians, varð hjarta mitl eins og blý. Ég leitaðist við að efast um réttmæti rannsóknanna, en eitt andvarp frá hinum ókunna manni, sem enn stóð í forstofunni, knúði mig til að vera sannur. „Drottinn, frelsaðu mig!“ Það var eins og neyðarúp, sem sté upp frá brjósti mínu, þar sem ég stóð með listann fyrir framan mig, en nú breyttist blaðið í spegil, sem endurspeglaði hjarta mitt. Útkoma rannsóknarinnar var sönn! Ég sá það. Ég fann það. Ég viðurkenndi og iðrað- ist þess. Þetta játaði ég frammi fyrir Guði og bað hann að frelsa mig frá sjálfum mér. Ég grét fögrum tárum. Síðan vaknaði ég. Áður hafði ég beðið um frelsun frá glötun. Nú bað ég um það, að mega frelsast frá sjálfum mér og ég gafst ekki upp, fyrr en eldur Guðs kom inn í hjarla mitt og opinberaði, bræddi og brenndi burt allt, unz allir af- kimar hjarta míns fylltust af birlu og kærleika. Þannig helgaðist hjarta mitt Guði á þessum degi. Þegar sá dagur rennur upp, að ég legg niður pilagríms- stafinn og krýp að fótskör hins hæðsta, þá mun ég enn á ný þakka fyrir opinberun Jæssa. Les nú að síðustu þessi alvarlegu orð Heilagrar ritn- ingar, sem koma alveg heim við þessa opinberun. „Eftir þeirri náð Guðs, sem mér er veitt, hef ég eins og vitur húsameistari lagt grundvöll, en annar byggir ofan á. Því að annan grundvöll getur enginn lagt, en þann eem lagður er, sem er Jesús Kristur. En ef einhver bygg- ir ofan á grundvöllinn gull, silfur, dýra steina, tré, hey, hálm, þá mun verk hvers um sig verða augljóst, því að dagurinn mun leiða það í Ijós, af því að hann opinberast með eldi, og hvílíkt verk hvers eins er, Jjað mun eldurinn prófa. Ef nú verk einhvers fær staðizt, það er hann byggði ofan á, mun hann taka laun. Ef verk einhvers brennur upp, mun hann bíða tjón, en sjálfur mun hann frelsaður verða, en þó eins og úr eldi.“ (I. Kor. 3, 10 Dómsýki 11% Metnaður fyrir sjálfum sér 22% Aðdáunarsýki 19% Valdafýkn 13% Stærilæti af eigin gáfum 14% Hrein kostgæfni 14% Kærleikur til Guðs 4% Ást til manna 3% 100 hlutir. 13

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.