Afturelding - 01.04.1953, Side 11
AFTURELDING
(DglldLXJLT
p e tlItcl g a.s e <3ill_
Ég sat einn dag í járnbrautarlest. Við hlið mína sat
verkamaður, er var í versta skapi. Onot hans gengu yfir
náungann, og varð ég fyrir þeim eins og aðrir
Hann sýndi okkur nokkra tíukrónaseðla. En inn á
milli þeirra var einn af gömlu myntinni sem nú var orð-
in ógild. „Þennan hérna hefur einhver svikið inn á
mig“, sagði hann nokkuð þungorður. „En ég skal koma
honum frá mér aftur, það skulu þessir svikarar fá að
reyna! „Ég fór að brjóta heilann um, hvernig ég gæti
hindrað að óréltlætið gengi lengra. Siðferðisleg áminn-
ing mundi enga þýðingu hafa, meðan hann væri í svona
æstu skapi. Ég bað: Kæri Jesús, gef þú mér ráð.
„Heyrðu,“ sagði ég við manninn. Með ákalli þ'nu til
hinna illu afla hefur þú sagt mér frá því, sem kom fyrir
þig. En fæ ég nú leyfi að segja þér frá því, sem kom
fyrir mig einmitt núna?“
Ég spurði Guð, livað við skyldum gera til þess að ó-
réttlætið þyrfti ekki að fara lengra, en komið er.
Hér hef ég nýjan tíukrónaseðil í veskinu mínu. Vilt
þú skipta við mig á honum og þínum?“
Þið hefðuð bara átt að sjá framan í manninn! Hann
leit út sem hann tryði alls ekki að hafa heyrt rétt. „Jú,
ég meina þetta,“ sagði ég. „Guð hefur sagt mér að þenn-
an seðil þinn skuli ég taka.“ Eftir langa þögn kom svar-
ið frá lionum.
Ég á systur sem er kristin. Hún hefur beðið fyrir
mér í mörg ár. En það virðist ekki hafa lijálpað mikið.
En nú skil ég, að það eru fleiri til af þeirri tegundinni.
Hann flýtti sér út á lestarpallinn. Það síðasta sem ég
sá til hans, var að hann stóð og var að segja lestar-
stjóranum frá því er skeð hafði. Ég óskaði í hjarta mínu
að hann vildi einnig segja systur sinni frá þessu. Ég gat
hugsað mér, að hún, sem hafði beðið á líkan hátt og ég,
hefði glaðzt af að heyra það. Mætti Guð senda þann
þriðja í veg hans sem getur bent honum á veginn.
. Ég varð svo ósegjanlega glaður yfir að hafa tekið ein-
mitt þessa lest, og setið við hliðina á þessum manni.
Vilt ]m, vinur minn, með Guðs hjálp, stöðva það illa,
svo það fari ekki lengra, ef það er á þínu færi að gera
það.
„War kirkc“
Biblían á sorphaugi.
í smábæ einum í Svíþjóð, skeði það dag nokkurn að
drykkjumaður villtist út á sorphaugana. Þar kom hann
auga á kommóðu, sem hafði verið kastað út, af einhverj-
um sem vildi vera laus við hana. Hann dró út eina skúff-
una, og sér til undrunar fann hann þar mjög fína Biblíu.
„Ekki á Guðs orð að liggja hér, á þessum stað“, hugsaði
hann, og tók bókina heim með sér. Þar byrjaði hann að
lesa hana. Fljótlega talaði orðið til hans. Þá fann hann
sig glataðan syndara, og komst í sára neyð. En svo fann
hann líka. Hann, sem er vinur syndarans, og í stað ang-
istar kom friður.
Hann, sem megnar að gjöra það, sem er ómögulegt fyr-
ir mönnum, leysti hann frá hinum hræðilega drykkjuskap,
sem hann var orðinn haldinn af. Vinnufélagar hans undr-
uðust þetta og töluðu um það sín á milli, hvernig gæti
staðið á þessari breytingu þar eð hann hvorki smakkaði
sterka drykki, eða hefði slíkt á heimili sínu.
„Ertu frelsaður?“ sagði einhver. Maðurinn sagði,
livað hefði skeð. „Ég er viss um fyrirgefning synda
minna“, ,sagði hann, „og ekki aðeins sála mín, heldur
einnig líkaminn er endurnýjaður. Fyrr var ég veikur,
næstum ósjálfbjarga, en nú er það iallt breytt.“ Litlu
seinna endurfæddust tveir synir hans — tvíburar —, sem
áður höfðu gengið í ógæfuspor föður síns. Á sama tíma
frelsaðist móðirin og litlu seinna konur ungu mannanna.
Sá, sem segir frá þessu bætir við: „Þegar ég fór frá
þessum bæ, kom gamli maðurinn niður á járnbrautar-
stöðina til að kveðja mig. „Síðan þetta kom fyrir hefur
mig ekki í eitt einasta skipti langað í vín“, sagði hann.
Slíkt getur komið fyrir! Biblía, sem kastað hefur verið
á sorphauginn, getur orðið meðal til að gerbreyta þrem-
ur heimilum. Þar rætist orðið: „Sjá, ég gjöri alla hluti
' • (C
nyja .
DAGEN.
Petfa segir hann.
Ég bað um trú, og hugsaði, að dag einn mundi trúin koma til
mín — detta niður frá himninum — en svo virtist sem hún mundi
aldrei ætla að koma.
Einhverju sinni las ég svo í 10. kafla Rómverjahréfsins: „Svo
kemur þá trúin af boðuninni, en hoðunin byggist á orði Krists.“
Ég liafð'i lokað Biblíunni minni og beðið um trú. Nú opnaði ég
Biblíuna og fór að lesa í henni, og trúin fór að vaxa og hún
hefur stöðugt vaxið síðan.
Moody.
27