Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 1

Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 1
29. ÁRG. REYKJAVÍK 1962 1.-2. TBL. Allt að 4000 inannis §itnr að inaltíð — þá §keður það . . . Nýr, óræðinn tími er genginn inn á sviðiö. Nýtt ár köllum við það, árið 1962. Eflaust hafa margir byrj- að þetta nýja tímaskeið með nýrri eftirvæntingu um það, að það bæri með sér nýja og góða möguleika, ný tækifæri. Og sjálfsagt mun það gera það fyrir marga. Það voru aðeins liðnir fáir dagar af þessu nýja ári, þegar allt að 4000 manns í kyrrlátu fjallahéraði situr við máltíð, einn góðan veðurdag, eins og það hafði alltaf gert á sama tíma, síðan það stofnaði þessi hlýju heimili sín. En þá skeður það! Engill dauðans drepur sprota sínum á fjallshlíðina fyrir ofan byggðina, og snjóflóðið fellur fram og allt þurrk- ast út, búið! Búið? Nei, ekki búið! Það er aðeins skipt um svið. 1 byrjun þessarar máltíðar, var allt þetta fólk á sviðinu hérna megin við tjaldið, en áður en henni var lokið, var það allt saman komið á sviðið hinum megin? Það er sem ég sjái allt þetta fólk fyrir mér, í þessari friðsömu fjalla- byggð. Sumir ganga undir þetta síð- asta borðhald á jörðu þannig, að þeir beygja höfuð sín í lotningu og þakka honum, sem allar góðar gjaf- ir koma frá og þeir hafa fest trú sína á, sem endurlausnara sinn. Það gerði hann sjálfur: „Og er þeir mötuðust, tók Jesús brauð, blessaði LrtiJLí580i\áortl iv 24519o ÍSLANDS og braut það.“ Aðrir ganga undir matborð sitt með allt aðrar hugsan- ir. Það eru þeir, sem aldrei hafa tekið sér tíma til að finna Hann, sem er „heimsins ljós“. Þeir finna

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.