Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 11
AFTURELDING Aðeimsí lítill dreng'iir Við hverfum eitt hundrað ár aftur í tímann. Eldri prestur einn var í þann veginn að hefja aftansöng i kirkju sinni. Þegar hann kom inn í skrúðhúsið, mætti honum þar einn af starfsmönnum safnaðarins — djákni —. Þessi maður var áhyggju- fullur á svip og sýnilega hryggur. — Fyrirgefið, herra prestur, sagði hann, en ég er kominn hingað svo snemma með það fyrir augum að tala við yður um visst atriði, sem liggur mér mjög þungt á hjarta. Herra prestur, það hlýtur að vera eitthvert feil við prédikun yðar og starf yðar yfir höfuð, því að á þessu ári hefur aðeins ein persóna óskað eftir að fá inngöngu í söfnuðinn okk- ar, og það er aðeins drengur. Gamli presturinn hlustaði hljóður. Augu hans fylltust tárum og magra höndin skalf. — Ég er á sama máli, svaraði hann eftir stundarkorn, dapurlega. — Ég finn, að það er margt sem breztur, en Guð veit, að ég hef leit- azt við að gera skyldu mína, og augu mín líta upp til hans í von um ávöxt. — Alveg rétt, sagði djákninn, en af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá, segir Drottinn, og einungis einn nýr meðlimur og auk þess er hann að- eins drengur. Þetta finnst mér vera sönnun þess, að hér vantar sanna trú og raunverulega kostgæfni. Ekki langar mig til að vera harður, en þetta hefur legið mér þungt á hjarta, og ég álít að ég hafi aðeins gerl skyldu mína, þegar ég talaði hrein- skilnislega um þetta við yður. — Já, þökk fyrir að þér gerðuð það, svaraði hinn aldni lærimeistari auðmjúkur. Þetta kvöld gekk hann með þungt! og sundurmarið hjarta upp í prédik- unarstólinn. Og er hann lauk ræðu sinni voru augu hans döggvuð tár- um. Þegar allir aðrir voru farnir, nam hann um stund staðar í gömlu rökkv- uðu kirkjunni sinni. Hann hafði djúpa þörf fyrir að vera aleinn. Stað- urinn var honum heilagur og kær. Frammi fyrir þessu altari hafði hann vígt moldinni leifar þúsunda manna, sem horfnir voru héðan, og hér hafði hann boðið velkomin börn hinnar nýju kynslóðar. Hér hafði hann starf- að síðan hann var í blóma lífsins, og nú hafði hann, innan hinna sömu veggja fengið að heyra, að starf hans var að engu metið, og að því fylgdi engin blessun lengur. — Aðeins einn drengur var ávöxt- urinn af heils árs starfi. í einu horni kirkjunnar stóð nú hinn umræddi drengur og veitti ná- kvæma athygli hinum þreytta, aldr- aða manni. Sál hans var þrungin kærleika og meðaumkun með þessum góða og virðingarverða læriföður. Hann gekk nú til prestsins og lagði hönd sína hlýlega á handlegg hans. — Ó, ert það þú, Robert? sagði gamli presturinn undrandi. — Já, það er nokkuð, sem mig langar svo mikið til að tala um við yður, sagði drengurinn feimnislega. Álítið þér, herra prestur, að ef ég verð mjög duglegur að starfa, að ég geti nokkurntíma orðið prédikari? — Prédikari? — Eða kristniboði? Það varð löng þögn. Augu hins aldraða lærimeistara fylltust tárum. Að lokum sagði hann: Þetta stillir þjáningar hjarta míns. Robert. Eg sé nú Guðs blessuðu hönd. Mættí Guð blessa þig, drengurinn minn. Já, ég trúi, að þú með tímanum verð- ir prédikari! Fyrir meira en 50 árum kom aldr- aður kristniboði til baka frá Afríku til London. Nafn hans var alls staðar nefnt með hinni dýpstu lotningu. Þegar hann kom inn í samkomu, risu allir úr sætum sínum. Þegar hann talaði ríkti fullkomin þögn. Þjóð- höfðingjar stóðu berhöfðaðir frammi fyrir honum og landsins göfugustu aðalsmenn kepptust um að bjóða honurn til heimila sinna. Gamli kristniboðinn hafði leitt marga heiðingja að krossi Krists. Hann hafði unnið hina villtustu ælt- flokka í Afríku undir áhrif fagnað- arerindisins. Hann hafði þýtt Biblí- una á tungumál heiðingjanna. Gegn- um vísindalegar rannsóknir hafði hann unnið hinum landfræðilega félagsskap ómetanlegt gagn. Hann hafði ekki einungis unnið sinni þjóð gagn, heldur kristniboðinu í heild. Hinn þekkti og elskaði kristniboði var Robert Maffat. Gamli kirkjuþjónninn hefur lengi hvílt undir grænni torfu á þeim stað, þar sem hann hafði þjónað af trú- mennsku og í auðmýkt unnið öll sín störf. En störf hans munu lifa í bless- unarríkri minningu, ekki sízt vegna þess sem hann var og gerði fyrir lít- inn dreng, og vegna þess sem þessi drengur var og gerði fyrir Guðsríki og kristniboðið í heiminum. 11

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.