Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 8
AFTURELDING meira og meira til synda minna. Svo var það eitt kvöld, er ég grét yfir syndum mínum, að mér fannst ég sjá fyrir mér Golgatahæðina. Ég gekk upp hæðina og kraup niður við kross Jesú Krists og bað hann um að fyrirgefa mér syndir mínar og þegar ég var búin að biðja þann- ig litla stund fékk ég fullvissu um að mér væri fyrirgefið og þá fékk ég frið og hvíld og einnig kom gleði og þakklæti í hjarta mitt. Það stendur í Matteusi 3, 1-2: „En á þeim dögum kemur Jóhannes skírari fram og prédikar í óbyggð- um Júdeu og segir: Gjörið iðrun því að himnaríki er nálægt.” Við les- um einnig Matt 4,17: „Upp frá þessu tók Jesús að prédika og segja: Gjör- ið iðrun, því að himnaríki er nálægt”. Hversu mikilvægt er ekki að gjöra iðrun.Rom. 3,23 stendur: „Því allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ Ennfremur „en ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur oss syndirn- ar og hreinsar oss af öllu ranglæti." Þetta kemur einnig í huga minn: „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf Son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft lif.“ Jóh. 3,16. Dýrð sé Guði fyrir frelsið sanna. Frelsið sem miff hreif af villustÍR-. Neyðarbarn fékk náðardjúp Guðs kanna nær við Jesú kross éj? beygði miff. KÓR: Hallclúja, frjáls ég er! Ilallelúja, syng með mér. Um bá náð, sem Guð í Kristi gefur mér. HeilÖg fórn Krists hún var nóg, Hann mig fyrir leið og dó. Nafn hans vil ég lofa, nafn hans tlgnast er. Enn í dag er Kristur þlg að kalla, kallar milt og býður þér sinn frið. Frelsið sanna orkar jafnt á alla. Allir gleðjast, sem því taka við. HÖRPUSTR. 504. Guðbjörg S. Sigurjónsd, Vestm.eyjum. tvw\wvv\w\wmwv\wwv\vwv\vw\w\v\vwv\ww\wvw\\w\i Guð talar á mismunandi hátt Á heimili nokkru átti að veggfóðra herbergi. Gamla veggfóðrið var rifið af á nokkrum stöðum, og þá komu í ljós gömul blöð, sem höfðu verið h'md á fyrir löngu síðan. Eigandi hússins, sem var miðaldra kona, leit annars hugar á þessi blöð. Þá var þar ein grein kristilegs efnis, sem vakti athygli hennar. Hún fór að athuga hana nánar, og þá varð hún svo gagntekin af því, sem hún var að lesa, að hún gat ómögulega hætt fyrr en hún var búin að lesa hana alla. Já, meira að segja varð hún að lesa greinina meir en einu sinni. Orð gömlu blaðanna töluðu svo kröftugt til hjarta hennar, að hún í fyrsta skipti á ævi sinni fór að hugsa um Guð og sína eigin sálar- velferð. Eftir dálítinn tíma, leitaði hún uppi trúaða vini, sem fræddu hana meira um veg Guðs, og báðu fyrir henni til frelsis. Þessi kona, sem á svo óvanaleg- an hátt hafði snúizt til Krists, varð síðar meir áhugasamur meðlimur í kristnum söfnuði. Hún hafði aldrei svo vitað sé, nokkurn tíma áður haft samband við kristilega starfsemi. Guð talar sannarlega á mismun- andi hátt til sálnanna, og hið prent- aða orð er eigi síður máttugt og sem við getum reiknað með. Prentsvert- an hverfur ekki þó að rödd prédikar- ans þagni. Meira að segja gömul blöð, sem verið höfðu geymd og gleymd svo árum skipti, komu við þetta tækifæri fram í dagsbirtuna, og töluðu orð hjálpræðisins til sál- ar, sem þráði frið. ÍWWVWWVWWWVWWWVWWWWVWWWWWWWWWWWWWWWI Vita menn hver þú ert? Trúaður maður sem var ritstjóri við stórt blað, hatðl í tvö úr unnið með ung- um starísmanni, er hann mat mikils, en hann haíði aldrei taiað við hann um sálarvelferð hans. — Ég bið oft fyrlr honum, sagðl hann við vin sinn, en ég kem mér ekki að þvi að tala við hann um andieg efni. Dag nokkurn fékk ungi maöurinn boðs- miða á vakningarsamkomu. Hann snéri sér þá að ritstjóranum og spurði hvort hann vildi koma með sér á samkomuna. — Ég er þegar kristinn, svaraði rit- stjórinn. — Eruð þér það? hrópaði maðurinn uppyflr sig undrandi. Og viö höfum starf- að saman i tvö ár, án þess að ég vissi það. Orð unga mannsins snertu ritstjórann mjög alvarlega. Hann gekk afsiðls, féli á kné og játaði vanræksiusynd sína grátandl fyrir Guðl, sem mætti hlnum lðrandi manni með undursamlegum krafti síns Heilaga Anda. Hann fór á samkom- una og vitnaði dýrðlega um frelsl sitt fyrlr trú á Krist. TJpp frá þeirrl stundu var lif hans ger- breytt. Hann bar ávöxt samkvæmt iðrun- inni og varð mörgum öðrum til blessunar. Enskur prestur hélt eltt sinn guðs- þjónustu. Presturinn hóf máls og sagðl: Biblían er lík stóru tré, hver bók hennar sem greln, hver kapítuli einn kvistur, hvert vers blað. „Textann, sem ég ætla að tala út frá i dag," hélt presturinn áfram, ,,er að finna á 39. grein, 3. kvisti, 17. blaðl. Hver vill verða íyrstur til að íinna hann.” Næstum i sömu andrá heyrði ræðu- maður elnn af drengjunum á bak við sig segja: ,,Majakí, 3. kap. 17. vers." Hann sneri sér að drengnum og sagðl: ,,Þetta var vel gert, drengur minn, komdu hingað og iestu það fyrlr okkur." Með hárri og skýrri rödd las hann orð- in: ,,Og þeir skulu vera min eign, seglr Drottinn hersveitanna, á þeim degi, sem ég hefst handa, og ég mun vægja þeim, eins og maður vægir syni sinum, sem þjónar honum." — Þegar drengurinn hafðl leslð versið, iagði presturinn hönd sína á höfuð honum og sagöl: ,,Það var vel gert, drengur mlnn. Þú munt selnna meir verða þjónn Drottins. Slika sem þig getur Drottinn notað." Drengurinn var hinn siðarmeir vel- þekktl æskulýðslelðtogi, Henry Drum- mond. 8

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.