Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 5
AFTURELDING Þú verður að vilja koma aftur. Ég hef ekki þekkt neinn þann fráfallinn mann, sem aðeins gerði það fyrir annarra manna orð að snúa sér aftur til Guðs, hafi varðveizt. Heldur veit ég hitt, að þeir sem farið hafa að þjóna Guði að nýju með gleði og krafti, eru einmitt þeir, sem vildu koma aftur til Drottins. Frelsið er nefnilega viljaákvörðun, fyrst og fremst. Glataði sonurinn sagði á þessa leiðl: Ég vil taka mig upp og snúa heim. Ég er örmagna og þreytt- ur í þessu fjarlæga landi. Daglauna- mönnum föður míns líður betur á allan hátt, en ég ferst hér úr hungri, kulda og klæðleysi. Ég yfirgef þetta syndalíf. Ég vil fara heim! En þessi hugsun kvaldi hann. Heldur þú raunverulega að faðir- inn vilji taka mig aftur að sér, inn í heimili sitt? Ég hef lifað hræðilegu synda og lastalífi og syndgað gegn honum. Eftir iðrun viðurkenndi glataði sonurin að hann yrði að biðja föður sinn fyrirgefningar. Þetta var rétt hugsun, en þú verður að taka annað skref . Þú verður að framkvæma þau góðu áform. Einhver hefur sagt viturlega: — „Vegurin til helvítis er varðaður góðum áformum.” Margir sem nú eru fráfallnir í glötunarstaðnum ætluðu sér ekki þá leið. Þeir hugsuðu Hvernig getur þú komið aftur til Guðs? Eftir ORAL ROBERTS sér að koma aftur til Guðs, en þeii biðu, þar til það var of seint. Glataði sonurinn ákvað að snúa aftur til föður síns og segja honum frá, hversu hann iðraði alls þess, er hann hafði gert. Hann gerði meir en segja þetta, hann lióf ferðina heim á leið. Vegurinn var ósléttur og bratt- ur. Næturnar voru dimmar og kald- ar, hann brauzt áfram—áfnam—i áfram. Hann var á leið heim. Þriðja skrefið er nauðsynlegt: Játning fyrir Guði og mönnum. Það gerði glataði sonurinn. Þegai hann nálgaðast gamlia heimilið og mætti föður sínum, sagði hann: „Faðir, ég hef syndgað móti himn- inum og fyrir þér. Ég er ekki fram- ar verður þess að heita sonur þinn.” Það sem hann hafði ákveðið, gerði hann. Hvað gerir svo Guð ? Hann býður þig innilega velkominn heim. Hann vill seðja þína hungr- uðu sál með elsku og kærleika og meðaumkun. Hann vill fjarlægja og taka burt skortinn og neyðina og fullnægja þínum dýpstu þrám. Þetta var það sem faðirinn gerði fyrir glataða soninn. Þetta er það sem þinn himneski faðir vill gera fyrir þig- Hann vill — ef þú vilt. Þú spyrð: „Ó mun hann gera þetta fyrir mig eftir allt sem ég hef rang- legia gert?” Mundir þú fyrirgefa litla barninu þínu, sem hefur hlaup- izt á brott? Mundir þú taka það aft- ur í sátt við þig? Auðvitað mundir þú gera það! Ef þú mundir taka þitt eigið barn aftur að þér ,hversu miklu fremur mun þá ekki okkar dásamlegi Drott- inn Jesús Caka þig að sér aftur og í fulla sátt. „ Því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa því, að hann sé tií, og að hann lætur þeim umbunað, er hans leita. (Hebr. 11, 6.) Hann vill, ef þú vilt. En fúsleiki hans og áhugi að taka aftur við þér hjálpar þér ekki nema þú trúir því. Yfirlit. 1. Þú verður að vilja koma aftur til Guðs. 2. Þú verður að framkvæma þín góðu áform. 3. Þú skalt segja Guði frá því, sem þú hefur sagt við sjálfan þig- 4. Trúðu að Guð vilji bjóða þig hjartanlega velkominn. 5. Mundu, að Guð vill fyrirgefa þér og náða þig. Bœn fyrir fráfallna. I allri auðmýkt og trú þá bið þessar- ar bænar, ]>ar til þú hefur þá full- vissu að Jesús hefur tekið við þér aftur. — „Kæri Guð mjskúnniaðu mér: vegna þess að ég hef syndgað á móti 'þér. Fyrirgefðu mér, ó Drottinn minn, og taktu aftur við mér. Ég kem í auðmýkt til þín nú, Drottinn. Ég vil þjóna þér nú og ætíð fram- vegis. Ó, kæri himneski faðir endur- nýjaðu gleði og frið sálar minnar. Ég er þinn og þú ert minn í Jesú nafni, amen“. Þýtt G. L. 5

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.