Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 2
AFTURELDING Þriggja ára barn endurfœðist Eftir ARTHUR PIERSON AFTURELDING kemur út annan hvorn mánuö — að undanteknum júli og ágúst — og verður 84 síður á ári. — Árg. kostar kr. 35.00 og greiðist 1 febrúar. Verð i Vesturheiml 2 doll. Á Norðurlöndum 8 danskar kr. — 1 lausasölu kr. 8.00 elnt. BITSTJÓBI: Asmundur Eiriksson. ÚTGEFANDI: Fíladelfía. — Siml 16856. — Ritstjórn og afgreiðsla: Hveríisgötu 44, Reykjavik. Borgarprent & Co. — Reykjavlk. þar af leiðandi enga hvöt hjá sér til að þakka honum fyrir neitt. Svo skeður það! I einni svipan, á einu andartaki, að skipt er frá stuttu jarðnesku lífi og yfir á eilíft og óafturkallanlegt lífssvið. Setjum svo, að þú, sem lieldur á þessu litla hlaði í hendi þinni, hefð- ir setið við eitt af þessum matborð- um, og máltíðin hefði farið fram kominn yfir fyrir tjaldið áður en máltíðinni var lokið? Mætti þessi sviplegi atburður, á þessu nýbyrjaða ári, bera okkur boð- skap frá vörum hans, sem talaði þessi alvarlegu orð öllum mönnum til viðvörunar: „Og hann sagði þessa dæmisögu: Maður nokkur átti fíkjutré gróður- sett í víngarði sínum, og hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki. Hann sagði þá við víngarðs- manninn: Sjá, nú hef ég í þrjú ár komið og leitað ávaxtar á fíkjutré þessu og ekki fundið, högg þú það upp, hvers vegna á það einnig að gera jörðina arðlausa? En hann svaraði og sagði við hann: Herra, lát það vera enn þetta árið, þar til er ég hef grafið um það og borið að áburð, ef það skyldi bera ávöxt fram- vegis, en verði það ekki, þá höggur þú það upp.“ Ásmundur Eiríksson. Eftirfarandi frásaga ábyrgist ég að sé sönn. Ég þekki þá alla, sem hún segir frá, og hef þekkt þá, allt síðan er þessi atburður gerðist. Ég bað móðurina að færa atburðinn í letur, svo frásögnin sé sem nákvæmust, og á hennar frásögn er mín byggð. Fjölskyldan, sem hér um getur, er á sérstakan hátt vígð Guði, bæði faðir og móðir, tveir bræður og tvær systur. Andrúmsloft heimilisins er mjög andlegt — og endurfæðing hins unga harns, sem átti sér stað á svo einfaldan hátt, þetta hvernig hún tók á móti Jesú í hjarta sitt, get- ur ekki annað en uppörvað alla kristna foreldra og gefið þeim inn- hlástur til að tala um Drottin við börnin sín — sem svo margir gera alltof seint. Hér fer á eftir afrit af bréfi móð- urinnar: „Kæri dr. Pierson! Eftir beiðni yðar sendi ég hér með frásöguna um það, þegar litla, elsku- lega dóttir okkar gafst Drottni. Það var sunnudagsmorgun einn, að ég kenndi nokkurs lasleika og bað ég barnfóstruna mína að koma með litlu dóttur mína inn til mín, og síðan gæti hún svo farið í kirkju. Barnið var ekki fullra þriggja ára. Þegar hún kom inn til mín, bað hún mig að lofa sér að skoða myndirnar í myndabiblíunni. Ég var ein heima með hana, og uppfyllti þessa ósk hennar, tók hina stóru fjölskyldu- biblíu og sýndi henni hinar fögru og marglitu myndir. Ég sagði henni frá Jósep, Móse og Samúel, ásamt fleirum. Þegar við fórum að fletta Nýjatestamenntinu, féllu augu henn- ar allt í einu á mynd af krossfesting- unni. Ég hafði aldrei sagt henni frá þessum atburði, því að ég vildi helzt ekki að hún heyrði um hann, fyrr en hún væri nægilega gömul til að skilja hana og einnig að skilja, að hún væri syndari, sem Jesús hefði úthellt sínu dýrmæta blóði fyrir. En nú var hún búin að fá áhuga fyrir þessari mynd, og hóf að biðja mig að segja sér þýðingu hennar, en þá sagði ég: „Nei, elskan mín, þú ert of lítil enn til að skilja þessa sorg- legu sögu. Mamma skal segja þér hana, þegar þú verður stærri.“ Ég hugsaði sem svo, að um fimm ára aldur mundi hún verða fær um að heyra hana. Ég fletti því blaðinu í biblíunni — en það hafði ekkert að segja. Hún bara sneri blaðinu á ný og bað mig ákaft og innilega að segja sér þetta, og ég gerði það. Ég hugsaði, að ef til vill væri einmitt Guðs augnablik nú, og eins einfald- Iega og mér var mögulegt, sagði ég henni frá honum, sem bar vorar synd- ir. Hún sat i fangi mínu og horfði stöðugt á myndina í biblíunni. Hún var mjög hljóð og hlustaði með alvöru og athygli á allt, sem ég sagði — og meðan ég var að tala sá ég stór tár hníga frá augum hennar nið- ur á myndina. Hún hreyfði sig ekki og mælti ekki orð frá vörum, og ég hugsaði ekki neitt sérstaklega um tár hennar. Aftur á móti datt mér í hug, að ég mundi ef til vill hafa sagt of mikið, viðkvæma barnshjart- að hennar gæti ekki borið það. Fyrr en þetta gerðist hafði hún enga vitn- eskju um hvílíku böli syndin hefur valdið í þeim heimi sem, við lifum í. Þegar ég Iauk máli mínu, sat hún 2

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.