Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 13
AFTURELDING Skuggi birtist á veggnum fyrir framan hann. Hann snýr sér við og lítur út um gluggann til að sjá, hver það sé sem gangi framhjá. Það er Viken! Hvað skyldi honum vera á höndum? Á þessum tíma dags var hann ávallt vanur að þurfa að vinna annars staðar. Það hlaut að vera sér- stakt erindi, fyrst hann kom núna. Það er bankað skarplega á hurð- ina og Viken kemur inn. — Góðan daginn. Hann er næst- um hrekkjalegur á svipinn. — Góðan daginn, góðan daginn! Þetta er nú annars meiri stórhríðin. — Ja, látum það vera, en mikið kyngir niður. Það er einnig kalt, lénsmaður! Hann kiprar munninn. — Er annars nokkuð að frétta? Grönne er forvitinn. Viken dregur bréfið frá Andor upp úr vasa sínum ofur rólega og réttir lénsmanninum það svo mæl- andi: Þetta bréf kom lítill drengur með í dag. Það er frá Andor Sol- vang til Aðólfs Láken. Lénsmaðurinn flýtir sér að laga á sér gleraugun. Síðan tekur hann bréfið úr umslaginu, flettir þvi sund- ur og les það einu sinni — tvisvar sinnum — horfir síðan yfir gleraug- un upp á Viken . . . — Ja, þetta hérna varpar ljósi yfir margt og mikið, Viken! segir hann lágt. Það gefur í sannleika svar við mörgum spurningum, þetta hér! Grönne segir stuttlega frá viður- eign sinni við Andor á undangengn- um árum, allt frá þeim tíma að hann kom í byggðarlagið. Það var víst liðinn góður hálftími, þegar Viken aftur gekk heimleiðis, en þá voru þeir líka búnir að taka ráð sín sam- an um að heimsækja Sólvang að nóttu til. Meðan hann gengur heim- leiðis, óskar hann innilega, að þeim megi takast að binda endi á ófögnuð- inn þar yfir frá. Eftir örfáar mínútur er Viken kominn heim og tekur eldhúströpp- urnar í einu stökki. Hann burstar af sér snjóinn og gengur inn til síns „betri helmings“. — En hvað þú varst lengi, Harald- ur! Anna lítur næstum ásakandi á manninn sinn. — Finnst þér það? Mér fannst ég nú vera fljótur í ferðum núna. svaraði hann, um leið og hann heng- ir upp húfuna sína. — Jæja, en þú verður fyrst að færa Láken upp mat, síðan borðum við á eftir. Hún lætur matinn handa Aðólf á bakka. Viken horfir á konu sína. — Upp til IAken! Frúnni er ef til vill ekki kunnugt um, að þangað er þriggja kílómetra leið? — Vertu nú ekki að gera að gamni þínu! Auðvitað meina ég Aðólf á nr. 2. Að stundu liðinni segir húri: Svona farðu nú! Hér er bakkinn! — Já, herra hershöfðingi! Viken setur á sig regingssvip. Hún lyftir hægt handleggjunum og leggur þá um háls hans. Hann leggur handlegginn utan um hana og horfir blíðlega inn í augu hennar. — Óttast þú ekki yfirvaldið? — Nei, svarar hún lágt, og með björtu brosi leggur hún höfuðið upp að öxl hans. Loks var komið þýðviðri, en lengi lét það bíða eftir sér. Frostið hafði verið langvarandi og stöðugt gefið snjó á snjó. En nú lítur út fyrir að allt sé að batna. Snjóýtan hafði unn- ið gott verk. Snjóskaflarnir voru mjög háir, en vegurinn rennisléttur og þéttur. Janúarnóttin er fallin yfir héraðið og kyrrðin ríkir alls staðar. Aðeins í námunda við heimilin er líf, því þar heyrist jafnt og þétt klikk, klikk í öllum hugsanlegum tónteg- undum. Það er dropafallið frá þök- unum. Upp eftir veginum, sem liggur framhjá Lunnestað kemur gangandi maður, með hendur í vösum og hatt- inn þrýstan langt niður á enni. Nú beygir hann fyrir vagnbyrgið, og beinir skrefum sínm í áttina að Neðri Sólvangi. Þetta er Jónas Skaret, bezti vinur Andors Solvang og eini sam- starfsmaður hans. Margar nætur í viku yfirgefur Jónas konu og börn og er fjarver- andi alla nóttina. Fyrst í dagrenn- ing kemur hann heim, þreytulegur til augnanna og fölur í framan. Hann Jónas er alveg öruggur, því „Skaret” — heimilið hans — Iiggur alveg út af fyrir sig, langt uppi í skóginum. Hann þarf ekki að vera hræddur um að hann mæti neinum forvitnum ná- grönnum á næturferðum sínum. Það væri þá helzt, að einhver frá Lunne- stað kæmi auga á liann, en þeir voru vanir að fara snemma að hátta, svo að hann getur verið alveg öruggur. Hann hafði aldrei komizt í kast við lögin — opinberlega. En eitt og ann- að, sem gerzt hefur á liðnum árum orsakar það, að hann er aldrei full- komlega öruggur, þegar hann sér eitthvert yfirvald. Maður veit aldrei! Þar að auki er hann ákaflega hug- laus, hann er heilmikill maður í munninum, en þegar um það er að ræða, að sýna orðin í verki, ja, þá hefur Jónas þúsund afsakanir og undankomuleiðir. Ilans uppáhaldsstarf eru ófrjáls- ar veiðiferðir með byssuna í hend- inni. Það er víst ekkert undarlegt, þó að hann sé ærið ófrjáls á köfl- um. Hann beinir skrefum sínum heim að aðalbyggingunni á Sólvangi, gæg- ist inn um eldhúsgluggann, lyftir hendinni og slær þrjú greinileg högg á neðstu rúðuna. Eftir stutta stund er lykli snúið í eldhúshurðinni og Jónas hverfur inn. Dyrunum er lok- að hljóðlega og læst á ný. 13

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.