Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 3
AFTURELDING hljóð og djúp sorg lýsti sér á litla andlitinu. Ég sagði heldur ekkert. Eftir nokkra stund hristi hún höfuð- ið og andvarpaði þungan. Því næst strauk hún litlu hendinni sinni yfir rnynd hins krossfesta frelsara, og sagði með grátklökkri rödd: „Ó, hvað Jesús var góður og blessaður, að hann skyldi vilja deyja fyrir okk- ur“. Þessu næst nefndi hún nöfnin okkar, vinanna, sem henni þótti vænt um, og bætti við „— og fyrir mig“. „Þökk kæri Jesús“. Síðan beygði hún sig niður að myndinni og kyssti andlit Jesú, og tárin streymdu stöð- ugt niður kinnar hennar. Hún end- urtók aftur og aftur: „Ég þakka þér, kæri Jesús“. Hjarta mitt fylltist gleði við full- vissuna um, að nú væri nafn litlu stúlkunnar minnar ritað í lífsins bók! Þar til í dag hef ég aldrei haft ástæðu til að efast um alvöruna í þessu, því að frá þessari stund hef- ur hún lifað sem kristin. Hún hefur fylgt og fylgir stöðugt Jesú, og tal- ar ávallt sjálf með djúpri lotningu um „endurfæðingarmyndina“ sína. Þessi litli atburður hefur leitt til frelsis annarra, opnað þeim veginn til Drottins Jesú, og ég treysti Guði, að hann noti barnið mitt meir og meir í sinni þjónustu. Það er henn- ar eigin ósk og okkar einnig, að hún fái í framtíðinni náð til að tala um hið fullkomna frelsi í Jesú Kristi við þá, sem sitja í myrkri og skugga dauðans, og hinni dimmustu heiðni. Hún hefur ávallt verið það barnið, sem á sérstakan hátt hefur leitað Guðs í bæn. Eitt sinn skeði það, að þjófur brauzt inn í heimili okkor, og nieðal annars, sem hann stal, var trúboðsbaukurinn hennar. Þegar hún heyrði að hann væri horfinn, fullur af peningum, — nokkrir seðlar voru liggjandi ofaná bauknum vegna þess að þeir komust ekki í hann, sagði hún: „Þetta gerir ekkert til, við biðjum og Jesús mun senda hann til baka.“ Síðan höfðum við smá bænastund, og fimm klukkustundum síðar var komið með sparibaukinn heim að húsdyrunum okkar. Bóndi nokkur hafði fundið hann í skóginum. Ekki einn eyrir hafði glatazt og meira að segja lausu peningarnir voru með! Þegar ég, yfirkomin af undrun, sýndi barninu þetta, lét hún enga sérstaka undrun í ljós, en togaði að- eins í kjólinn minn, — og þegar ég spurði: „Hvað vilt þú, vina mín?“ sagði hún: „Við verðum auðvitað að 'þakka honum.“ Síðan beygðum við kné okkar og hún sagði: „Ég þakka þér innilega, kæri Jesús, að þú gafst mér trúboðsbaukinn minn aftur. Ég megna ei að þakka þér nógu vel, — en ég þakka þér! Amen!“ Ýmsu öðru var stolið frá okkur, en aðeins litla stúlkan hafði trú fyr- ir, að hún mundi fá aftur það sem hún hafði misst, og aðeins hán öðl- aðist það sem hún trúði að hún mundi fá.“ Þetta er frásagan, sögð af móður hennar. Mig langar að bæta því við, að síðan þessi saga var skrifuð, er unga stúlkan orðin 16 ára. Á þessu tímabili varð hún að ganga undir hættulegan uppskurð, og læknarnir á sjúkrahúsinu voru undrandi yfir því, hve róleg og hugrökk hún var. Hversu nauðsynlegt er það ekki, — KVIKA DAGSINS Um síðustu áramót spurði dagblað eitt í Reykjavík nokkra þekkta borgara, hvað þeir teldu minnisstæðast atvik, er fyrir þá hefði komið á árinu, sem leið. Svörin voru eins ólík og mennirnir. Ég spurði sjálfan mig, hvernig ég mundi hafa svarað spurningu þessari. Minnisstæðasta atvik ársins sem leið, fyrir mig, er brot úr mínútu. En eigi að síður er það mér svo heilagt, að ég hefði ekki getað sagt það við neinn blaðamann. En að þessu atviki frádregnu, þá hefði ég líklega talið það vera minnisstæðast fyrir mig, þegar ég las það eftir Gagarin, rússneska geimfaranum, að nú væri hann, sem fulltrúi hins mikla Sovétsveldis, búinn að fara hærra upp í himininn og lengra út í geiminn, en nokkur mannleg vera hefði áður farið, allt frá upp- hafi heimsins, en hann hefði hvergi séð Guð eða orðið hans var. Fyrra atvikið, sem fyrir mig bar, sýndi mér svo sem fátt annað, hvað Guð var mikill Guð, gæzkuríkur og allsstaðar nálægur. Þess vegna varð sú reynsla, er tók aðeins brot úr mínútu, að heitri upp- sprettu í hjarta mínu, sem flæddi fram langan tíma á eftir. En hitt þegar ég las orðið eftir Gagarín, að hann hefði hvergi séð Guð, eins og köld kvísl úr pólstraumnum er leggur allt líf í kulda, dróma og dauða. Tveir menn virða fyrir sér sama himin, Davíð konungur og Gagarín geimfari. Davíð segir: „Himininn segir frá Guðs dýrð og festingin kunngjörir verkin hans handa.“ Gagarín segir: „Ég hef hvergi séð Guð né orðið var við hann.“ Þetta er lífs- og helstefnan, sem nú berjast um mannshjörtun. — Hvorri stefnunni vilt þú fylgja? A. E. 3

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.