Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Blaðsíða 88
84
ing, og þar á meðal undir söfnuði vora, sem
vér höfum, eftir viti og mætti og beztu sam-
vizku, unnið hjá árum saman, i nafni og
umboði Drottins, og gefið í skyn, að óhrein-
leiki og óheilindi hjá oss í trúarefnum muni
valda því, að vér þorum ekki að gera og
gefa opinberlega út játningu trúar vorrar,
þá er mér meir en nóg boðið, svo að ég
treysti mér ekki til að þegja lengur, og brenn
af löngun, án nokkurrar blygðunar, til að
játa trú mína frammi fyrir söfnuðum mín-
um og öllum almenningi, að svo miklu leyti,
sem ég fæ henni lýst með orðum einum, svo
að enginn þurfi að vera í óvissu um hana.
En áður, og um leið og ég nú geri
játningu mína »í viðurvist margra votta,
tel ég mér nauðsynlegt og skylt, að taka
það fram og staðhæfa, að alla mína trú liefi
ég jafnan viljað og reynt að grundvalla á
trú og kenning og öllu dæmi hans, sem er
höfundur og hellubjarg kristilegrar trúar,
kenningar og lífsbreytni, sjálfs Jesú Krists,
og einnig öllu því öðru, frá fortíð og nútíð,
sem mér finnst og skilst^ að samrýmist hon-
um, anda hans og stefnu. Ég hefi fundið
þörf og þrá, og einnig reynt til þess, að
eignast hans trú, kenna hans kenningu, og
þar með þá auðvitað lika, að fylgja honum
að öðru leyti. Því að ég hefi fundið allvel