Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Blaðsíða 179
175
knúð þá, með einhverju mjög hörðu, til
þroska og framfara. Af öllu þessu eru mjög
eðlilega runnin bæði tilflnningin og orðatil-
tækin um guðlega »reiði«, en þó líklega
fyrst og fremst upp úr sálardjúpi og sam-
vizku mannanna sjálra, þegar hún fer að
segja þeim alvarlega til um rétt og rangt,
og það reynist rétt, er skáldið segir, að
»Sárlega, samvizkan, sekan áklagar; inn-
vortis auman mann, angrar og nagar«. Þá
er og fer samvizka þeirra sjálfra með þá,
eins og hún væri »reið«, er þeir finna sig
seka að hennar dómi, og hún lætur þá finna
sárt til »vanþóknunar« sinnar, viðbjóðs og
fyrirlitningar á spilling þeirra, villu og and-
legum vesaldómi, með bítandi eða brennandi
ásökunum, óró og friðleysi; en þetta er sama
sem maður sé »reiður« við sjálfan sig, gram-
ur, sjúkúr og sár út af viðurkenndum breysk-
leik og brotum sín sjálfs. En nú er sam-
vizkan meðskapaður hæfileiki og eiginleiki
hvers manns, og því réttilega nefnd »dóm-
stóll* skaparans, og rödd hennar »Guðs
rödd« fyrir hvern einstakling. Því kemur
hér sem viðar allt í einn og sama stað nið-
ur: Maðurinn »reiður«, í ósátt við sjálfan sig
»og samvizkan reið« eða ósátt og óánægð við
hann, allt af því, að hann er i ósátt, óvin-