Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Blaðsíða 136
132
ein8 hæfi og sanna sálar-ásigkomulag. Sam-
anber líka dæmisögnna um Lazarus og ríka-
manninn o. fl.
Þá er 23 spurningin, sem leiðir beint af
síðast umræddri spurningu, og er í alla staði
eðlileg, en hún er svo: »Trúið þér, að hel-
víti sé ákveðinn staður, sem margir pínast í
um aldur og æfi?« Um staðvist helvítis trúi ég
á sama hátt og um staðvist himinsins. Það
getur ekki heldur verið alstaðar; ekki þar,
sem »Guðsríki drottnar og dauðansvald er
þrotnað*; ekki fremur en myrkur undir skín-
andi hádegíssól. En það er aftur á móti meir
eða minna alstaðar þar, sem óguðleiki og
»djöfullegt« athæfi á sér stað, hvort heldur
er hér eða hinumegin, og þar, sem eðlilega
þarmeð fylgir ill og ömurleg líðan Og næsta
trúlegt tel ég, þótt ömurlegt sé til hugsunar,
að til sé sérstök vonzku- og villu-, kvala- og
hörmungasvið í tilverunni annarsheims, þó
mismunandi að myrkri og vansæld, eins og
ég einnig trúi, að «himinvistirnar«, sæluvist-
irnar annars heims, sé mismunandi bjartar
og sælar, eftir ásigkomulagi andanna þar.
Um það, hve lengi óguðlegir pínast í kvala-
vist hins vonda, veit hann einn, sem allt
veit. En að það geti orðið óumræðilega lengi
og enda hljóti að verða svo fyrir marga,
sýnir þó bezt allt það marga og mikla, sem