Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Blaðsíða 156
152
ellegar ekki, en auðvitað þó því fremur og
meir, ef hann finnur eða veit sér fyrirgefið.
Dæmin úr sögu Drottins Jesú, sem nefnd
hafa verið hér áður, og mörg fleiri slík, sýna
það bezt, að nálgast má Guð, áður en fyrir-
gefning er boðuð og veitt — og þá einmitt
til að leita og biðja fyrirgefningarinnar, og
hjálpar til afturhvarfs. Enda væri hræðilegt
til annars að hugsa. Því að ef enginn gæti
eða mætti náigast Guð, nema sá, er fengið
hefði vissa fyrirgefning, þá mundu verða
fáir þeir, sem fyrirgefningu fengi, og þeir,
er nálgazt gæti Guð. Nei, Guði sé lof; iðr-
andi syndararnir máttu koma og voru vel-
komnir og kærkomnir til Jesú, eins og þeir
voru, þráandi frið, hjálp og forlát synda;
og að þeim líka varð að því svo, að nægði
til þess, að þeir fengi friðinn, fyrirgefning-
una, og yrði »nýir og betri* og hamingju-
samari menn. Já, ég trúi, meir að segja því,
að jafnvel iðrunarlausir syndarar megi, eigi
og þurfi, að nálgast Guð; því að ekkert
fremur en það getur orðið til þess, að vekja
þá til syndameðvitundar og viðurkenningar,
og leitt til iðrunar og fyrirgefningar, enda
eru ýms dæmi til um þetta, þó að hins séu
og nokkur dæmi, að nálægð Drottins verki
lítt eða ekki á harðúðugan syndara; saman-
ber Júdas við kvöldmáltíðarborðið.