Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Blaðsíða 94
90
sem allir sjá og reyna, og lifa sjálflr,. nær-
ast, þroskast og viðhaldast af — og hljóta
því að »trúa, þótt þeir ekki sjái«, eða skilji.
Ég trúi líka þeim orðum Jesú, að »enginn
komist til föðurins, nema fyrir soninn«, og
enginn heldur til sonarins, »nema faðirinn
dragi hann«, eða verki á sálu hans og vinni
í henni sem heilagur Andi, Andi föður og
sonar.
Allt, sem ég bezt veit og ugglausast trúi
um skaparann sem algóðan, elskuríkan og
miskunnsaman föður, og um sjálfan mig sem
barn hans, það hefi cg hjá eða frá Jesú
Kristi, og finn það í honum; og ég kemst og
næ ekki til himneska föðurins, nema eins
og í gegnum hann, »gegnum Jesú, helgast
hjarta«. Já, ég næ ekki til Gfuðs lengra eða
öðruvísi en í honum og með honum, og ekki
í annari mynd en hans mynd. Þvi er og
verður Jesús Kristur mér líka sama og sjálf-
ur Guð í þeirri mynd, sem mér er unnt að
sjá og ná til, og vonast til að fá að líta hann
í, einhvern tíma augliti til auglitis, í hans
kærleiks- og miskunnardýrð. Loks finnst mér,
að hér eigi heima, og eigi vel við, orðin og
ummælin þessi: »Enginn hefir nokkru sinni
séð Guð«, því »Guð býr í því ljósi, sem eng-
inn fær til komizt*. En »sá eingetni sonurinn,
sem er í skauti Föðurins, hann hefir sagt