Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Blaðsíða 118
114
Guðs ertu með sanni, sonur Guðs Jesús minn«
— sonur Guðs, eins og guðspjöllin greina.
Þá kemur að 15. spurningunni, sem er
svona:
»Trúið þér, að Jesú hafi verið freistað eins
og annara manna, meðan hann dvaldi á
jörðunni?*
Já, víst trúi ég því, að »hann var freist-
aður á allan hátt eins og vér«, og jafnvel
meir en nokkur annar meðal manna. Því að
alkunna er, að oft sækja freistingar á menn
því fleiri og meiri, sem þeir eru marg- eða
mikilhæfari, og mun þar þá framkoma sann-
leikur þess, að því meira sem manni er lán-
að, því meira verður af honum heimtað, eða
á hann reynt. Það var manneðli Jesú, sem
ráðist var á og freistað, og þá harðast, þeg-
ar ögrað var og fríað hugar með gefnu sér-
stöku guðdóm8eðli. En ég trúi því líka, með
Páli postula, að »hann var freistaður án
syndar«, oss til fyrirmyndar í því sem öðru.
»Þér hafið verið með mér í freistingum mín-
um«, sagði Jesús eitt sinn við lærisveinana.
Þar af má með vissu marka, að oft og löng-
um hafi hans verið freistað, ef til vill dag-
lega, í viðurvi8t þeirra; en harðastar hafa
þó verið þær freistingarnar, sem þeir voru
ekki beint sjónarvottar að, svo sem freisting-
arnar í óbyggðinni, eftir skirnina, og níðings-