Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Blaðsíða 129
125
ins Jesú hefir verið, fyrir alskyggnum aug-
um guðlegrar forsjónar, óhjákvæmilega nauð-
synlegur til þess, »að Guð geli fyrirgefið
mönnunum syndirc, og játa auðmjúklega og
þakklátlega trú mína á það.
En nú er komið að 20. spurningunni, sem
svo hljóðar: »Trúið þér, að Jesús hafi risið
upp í jarðneskum líkama eftír dauðann, og
farið þannig upp til himins?«
Já; ég trúi algerlega samhljóða, hreinum
og beinum frásögnum guðspjallanna um upp-
risu vors dýrðlega Diottins. Þær eru allar,
fyrir mínum augurn og huga, fullkomlega
samróma, já, einróma um likamlega upprisu
hans, og svo einfaldar og skýrar, og alveg
lausar við skáldskaparblæ, eða skýringar,
eða líkingavefjur og umbúnað, og alveg eins
lausar við nokkrar sérstakar hugleiðingar og
ályktanir, og svo hversdagslega blátt áfram,
að ómögulegt er, með nokkrum rökum, að
telja þær á nokkurn hátt »allegoriskar«,
eða annarlegrar þýðingat’. Ennfremur er svo
frábærlega vel, náttúrlega og mannlega lýst
ástandi og viðhorfi vina Jesú, sorg þeirra,
hræðslu og efa, og svo tregðu þeirra til að
trúa, fyr en þeir tæku á. Alveg er það vist,
að þegar Jesús sjálfur, fyrir dauða sinn, full-
yrðir, að hann muni upprísa á þríðja degi,
þá liggur í þeim orðum hans engin meining