Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Blaðsíða 180
176
áttu, ósamræmi við algóðan Guð, góða sam-
vizku og lögmál sinnar eigin velferðar.
Þvi hefir mér fundizt og finnst enn lak-
lega og ómaklega fara á þvi, að lærðir menn,
jafnvel klerklærðir, skuli hafa verið að lá
og hniðra kirkjunnar mönnum, einkum þó
hinum eldri, fyrir það, að nota hér hin
biblíulegu orð, sem öll eru mjög náttúrleg
tákn þess, er þau eiga við, og geta öll til
sanns eða sannasta vegar færst.
Nær hefði þeirn verið og sæmra, að
skýra heldur þessi »hneykslunar€-orð, sem
öll eru hin sönnustu frá réttu sjónarmiði,
svo að ekki yrði né verði á þeim hneyksl-
ast. Ég get líka játað, að vér hiuir, sem
ekki höfum viljað hafna eða útskúfa þess-
um umræddu biblíuorðtækjum, höfurn einnig
sjálfsagt gert oflítið að því, að skýra þau
nógsamlega fyrir söfnuðum vorum, eða þeim,
sem á þeim kunna að hafa hneykslast.
En í nánasta sambandi við þessi mikið
umræddu orðtæki, er einnig hin mjög um-
talaða önnur kenning kirkjunnar frá upp-
hafi, sem vel má um segja, eins og um Jesú-
barnið forðum, að *hún muni hafa orðið, og
muni verða mörgum til falls, og mörgum til
viðreisnar* — það er ífriðþægingarkenning-
in«. —
2. Friðþægingarkenningin, hefir líka marg-