Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Blaðsíða 163
159
líka vel grundvölluð á Kristi og hans trú og
kenning, eins og hver önnur um eiginleika
Guðs, t. d. trúin og kenningin um algæzku
hans, alvizku og almá-tt, sem eftir eðli sínu,
og að réttu lagi — ef að er gáð er í
mótsögn við höfnun eða neitun trúar á aðr-
ar kenningar guðlegra leyndardóma, sem
eiga sama upprunann, og eru álíka rök-
studdar, og auk þess mjög samræmilegar við
og samboðnar nefndum eiginleikum, er íi est
um þykir þó gott og nauðsynlegt að trúa á,
svo sem og vissulega er. Eg trúi því á Heil-
agan anda, anda Guðs og Krists, sem per-
sónulegt fyrirbæri Guðs sjálfs, og opinberun
hans í krafti til endurnýjunar og helgunar.
Þá er 34. spurningin þessi: »Viljið þér,
að kirkjan sé bundin af trúarjátningum ?«
Hið eðlilegasta, sannasta og réttasta, og
jafnframt þá líka hið affarasælasta, er það,
að hver maður játi þá trú, sem hann hefir
í sannleika eða veit og finnur sannasta, að
svo miklu leyti, sem unt er, og sé þá um
leið í trúarfélagsskap með þeim mönrium
öðrum, 8em eru sömu trúar og hann í öll-
um höfuðatriðum, eftir þvi sem mögulegt
er; og vinni þá með þeim — fyrir sjálfan
sig og þá — að eílingu sinnar og sameigin-
legrar trúar og félagsheilla. Því að það er
erfitt og líka ónáttúrlégt, að vera i trúar-