Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1977, Page 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1977, Page 5
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 5 i i Pétur flýtir sér heim úr skólanum. Hann er orðinn svo svangur. um morgni fór Pétur i' skólann brosandi út að eyr- um. Það var svo gaman í skólanum og þar var svo mikið að gera, að hann varð að keppast við allan morguninn. Það var því ekkert skrýtið, þótt Pétur væri glorsoltinn, þegar hann kom heim um hádeg- ið. Þeir eiga líka skilið að fá mikinn og góðan mat, sem vinna vel. Og það gerði Pétur svo sannar- lega. Það sagði bæði kenn- arinn og skólastjórinn. Svo var það einn dag- inn, að það var gef- ið frí í síðasta tima hjá Petri, því að það átti að vera kennarafundur. Þá búinn, hann skyldi ekki þurfa lengi að bíða. En vitið þið nú bara? Þetta heyrðu bæði stóri potturinn Sullum bull, minni potturinn Bullum sull, Snerkja sterkja panna, Litli ketillinn káti, já meira að segja pinulitli potturinn Grýta heyrði það, þvi að hann hafði líka eyru, þótt þau væru ekki stór. Og þau voru öll sam- mála um það, að nú yrðu þau að vera samtaka um að láta Pétur litla ekki bíða lengi eftir matnum sínum. ,,Við megum til með að flýta okkur eins og við mögulega getum," sagði pínulitli potturinn Grýta og Börnin una sér vel viö leik og störf. svo lítill, að stóru pottarnir heyrðu ekki til hans. Og þannig kepptust þau öll við að sjóða, steikja og brasa, og meira að segja Litli ketillinn káti kapp- sauð kaff ivatnið, enda þótt hann vissi vel, að þess þurfti ekki með, af þvi að hann Pétur litli drakk aldrei kaffi. Og Pétri fannst hann alls ekki hafa beðið lengi, þeg- ar mamma hans kallaði á hann og sagði honum, að nú væri maturinn til. Og það get ég sagt ykkur, að þetta þótti Pétri góðar fréttir, og hann var bæði sæll og glaður, hvað allt hafði gengið fljótt og vel. En það voru þau líka öll hin, stóri potturinn Sullum bull, minni potturinn Bull- um sull, gamla góða pann- an Snerkja sterkja, Litli ketillinn káti og pinulitli potturinn Grýta, því að það var lika þeim að þakka, að maturinn varð svona fljótt tilbúinn. Potturinn Sull- um bull og félagar hans I dag fáið þið að heyra ævintýrið um pottana þrjá, pönnuna og litla ketilinn káta. Þetta er sagan um stóra pottinn Sullum bull, um minni pottinn Bullum sull, pínulitla pottinn Grýtu, pönnuna Snerkju sterkju og Litla ketilinn káta. Og öll eiga þau heima hjá honum Petri litla. En Pétur var sjö ára snáði. Hann var nýbyrjað- ur í skólanum og þar fannst honum svo ósköp gott að vera, því að það var svo skemmitlegt. Á hverj- koma allir kennararnir saman og segja skólastjór- anum frá því, hvað krakkarnir eru óskaplega duglegir að læra. Og sem sagt, Péturátti frí i síðasta tíma og þess vegna kom hann líka alltof snemma héim í matinn. Þegar mamma sá hann koma, f lýtti hún sér eins og hún gat við matreiðsluna. ,,Erekki maturinn að vera til?" spurði Pétur, og hann var svo svangur, að garnirnar i honum gaul- uðu. Jú, mamma sagði, að bráðum yrði maturinn til- iðaði af ákvaf a. Og f yrr en varði var farið að bull- sjóða: ,,Sullum bull, bull- um sull," heyrðist i stóru pottunum. Og ekki lá pann- an pannan Snerkja sterkja á liði sínu. Hún steikti svo að snarkaði í og sterkjuna lagði um allt eldhúsið. Já, meira að segja var f arið að sjóða í Litla káta katlinum áður en hann vissi af, svo var ákafinn mikill. Gufu- strókurinn stóð út um stútinn á honum og vatnið beið þess að því væri hellt upp á kaff ikönnuna, og þó vissi Litli ketillinn káti það vel, að Pétur drakk aldrei kaf f i. Og ekki má gleyma pínu- litla pottinum Grýtu. Hann varð lika að leggja sig fram, þvi að það var ein- mitt hann, sem átti að sjá um sósuna. Og það er veru- lega mikilvægt starf, því að hvernig bragðast mat- urinn, ef sósan er ekki góð? Nei, það veltur vissu- lega mikið á sósunni, hvernig maturinn bregð- ast. Það vitum við öll. Og pínulitli potturinn Grýta vandaði sig sem bezt hann gat og vermdi og yljaði sósuna, svo að hún yrði sem bezt á bragðið. Og hann reyndi lika að segja ,,sullum bull" og ,,bullum sull" eins og stóru pottarn- ir, en hann hafði svo veika rödd, af þvi að hann var

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.