Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1977, Page 9

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1977, Page 9
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 9 Laugardaginn 10. des. sl. var haldinn hátíðarfundur í Flensborgarskóla að tilhlutan Fræðsluráðs Hafnarfjarðar af því tilefni að í haust voru liðin hundrað ár síðan föst skólastarfsemi hófst í Hafnarfirði. Við það tækifæri flutti Ólafur Þ. Kristjánsson, fyrrv. skólastjóri, ræðu þá er hér birtist. Efst til vinstri hér á opnunni sjá- um við Flensborgarhúsið nýja sem tekið var i notkun haustið 1975. Inn i þá mynd hefur verið felld mynd af gamla skólahiísinu i Fiensborg. Efst á miðri opnunni er svo mynd af Flensborgarhús- inu sem tekið var f notkun fyrir réttum 40 árum, haustið 1937. Þar undir má lita mynd af gamla barnaskólanum. Efst í opnunni til hægri er mynd af Viðistaðaskóla, 1. og 2. byggingaráfanga. Þar á siðunni er lika mynd af Lækjar- skóla, miðhluti hans var tekinn i notkun 1927*en 1945 var byggt við báða enda þeirrar byggingar. Neðsta myndin á 8. síðu er af Öldutúnsskólanum, en hann tók tii starfa 1961. stofnun með sérstakri stjórn og sérstökum fjárhag, en leigði mörg ár i Flensborgarskólanum og galt gagnfræðaskólanum fé fyrir. Gagnfræöaskólinn var sjálfseignarstofnun en naut styrks úr landssjóði og einnig frá sýslu og sveitarfélaginu. Stöð svo til 1930 eins og sagt mun verða. Og árin liðu. Arin liðu og áratugir. Þótt veröldin snerist ekki eins hratt á þessum árum og hún gerir nú, og sist af öllu með slikum rykkjum, þá breyttist þó margt i islensku þjóðlifi, mörgu þokaði fram, ekki siður i skólamálum en i öðru. Stýrimannaskólivar til aö mynda stofnaöur 1891. Barnaskólar risu upp i hverju þorpinu á fætur ööru um allt land og einnig sums stað- ar i sveitum. En gagnfræöaskólar voru einungis tveir i landinu i hálfa öld: Mööruvallaskóli sem fluttist til Akureyrar og Flens- borgarskóli. Aukþess var stofnuð gagnfræðadeild við Menntaskól- ann i Reykjavik, en hún miöaöist eingöngu við undirbúning undir frekara nám i menntaskólanum. Námsgreinar I gagnfræðaskól- anum i Flensborg voru: islenska, danska, enska, stærðfræði, saga, landafræði, náttúrufræði (þar í eðlisfræði og efnafræði), söngur væri það unnt en það var ekki alltaf og stundum kenndu skóla- piltar sönginn, til dæmis kenndi þekktur söngstjóri er siðar varð, ÞormóöurEyjólfsson á Siglufiröi, söng þegar hann var i skólanum. Leikfimi átti einnig aö vera kennd i skólanum og var það um skeiö og enn fremur kom Jón Þórarins- son á kennslu i skólasmiði (slöjd). Timarit um uppeldi og menntamál. Merkileg nýjung átti sér stað i Flensborgarskóla vorið 1892, þeg- ar gagnfræöaskólinn hafði starf- að i 10 ár. Kennarar skólans voru miklir áhugamenn um alþýðu- fræðslu, þeir Jón Þórarinsson skólastjóri og Jóhannes Sigfússon sem Jón skólastjóri sagði að væri lærðastur maöur i uppeldis- fræðum allra Islendinga er þá voru á lifi. Þessir tveir kennarar höfðu i 5 ár, 1888—1892, gefið út Timarit um uppeldi og mennta- mál, ásamt þriðja manni, ög- mundi Sigurössyni, sem þá var skólastjórisuðuriGarði. ÞeirJón og Jóhannes áttu þátt i stofnun Hins islenska kennarafélags 1889, en þaö beitti sér mjög fyrir alþýöumenntun. Þeir feðgar, Jón skólastjóri og séra Þórarinn fluttu frumvarp til laga um menntun alþýöu á þingi 1887, en þeir voru þá báðir alþingismenn. Og I þessu frumvarpi voru meðal annars ákvæði um að stofna skyldi tvo kennaraskóla, annan. norð- an lands, hinn sunnan lands, raunar á Mööru völlum og i Flensborg. Svo mikil nauösyn þótti þeim vera á aö menn fengju nokkurn undir- búning til þess að kenna bömum til sjávar og sveita hvarvetna á landinu, þetta væri grundvöllur- inn undir allri alþýðufræðslu. Frumvarpið var fellt. Kennara menntun i Flensborg. Þegar ekkert gekk á alþingi brugðu kennarar Flensborgar- skóla á þaö ráð aö halda nám- skeið fyrir kennaraefni I Flens- borg vorið 1892. Það stóð I hálfan annan mánuð. Regiugerð skólans frá 1882 haföi lika sagt aö skólinn ætti meðal annars að gera nemendur „færa um aö taka að sér barnakennslu”, en Jón Þór- arinsson sagöi að það væri langt frá að tveggja vetra gagnfræða- nám væri nægilegur undirbúning- ur til þess. Seinna var kennaranámskeiðið 1 Flensborg lengt i heils vetrar nám er stóð i sjö og hálfan mán- uð. Það var þriðji námsveturinn fyrir marga að loknu gagnfræða- prófi, en sumir komu i kennara- deildina eftir að hafa faigið nægjanlegan undirbúning annars staðar. Stóð svo til 1908, þeg- ar Kennaraskóli tslands var stofnaður i Reykjavik og kennari frá kennara- deildinni i Flensborg og frá skólanum þar fenginn til skólastjóra þar, séra Magnús Helgason. 121 kennari lauk prófi úr kennaradeildinni i Flensborg meðan hún starfaði, 40 stúlkur og 81 piltur. Eru það allt önnur hlut- föll og kvenfólkinu meira i vil en tölur gagnfræöinga úr skólanum mörg fyrstu árin. Mér telst til að fyrstu 20 ár skólans hafi 139 karl- ar lokið þar gagnfræöapröfi, en konurnar foru fimm. Miklu fleiri konur höföu stundað nám i yngri deild eða I einstökum námsgrein- um, svo sem dönsku eða ensku, en ekki tekið almennt gagnfræða- próf. Barnaskóli i nýtt hús — Ný fræðslulög. Þetta ár, 1892, gat barnaskólinn ekki lengur fengið húsnæöi i Flensborg fyrir alla nemendur, heldur varð að leigja fyrir einn bekk úti i bæ. Þrengslin jukust eftir þvi sem árin liðu, og 1902, þegar barnaskólinn var orðinn 25 "ára, var honum reist nýtt hús. Það kostaði 7172 krónur og 5 aura og fékkst 6 þús. kr. lán til bygg- ingarinnar i Thorchilliisjdöi. Þetta hús reyndist þó fljótlega of lftiö fyrir skólann. Arið 1907 setti alþingi merk og mikilvæg lög: ný fræðslulög. Þar voruákvæöiumskólaskyldu allra barna á aldrinum 10—14 ára og ákveðiö hvert vera skyldi náms- efni í barnaskólunum. Jón Þór- arinsson skólastjóri var skipaður fræðslumálastjóri til þess fylgja eftir framkvæmd laganna. Löggjöf þessari fylgdi mikil breyting á barnafræðslunni viða um land, nánast bylting á mörg- um stöðum. Breytingin varð þó næsta lttill Hafnarfirði: Þar hafði skóli veriö starfandi I rétt 30 ár. Skólabörnum fjölgaði þar sáralit- ið þrátt fyrir ákvæðin um skóla- skyldu, þau voru um 100 eða litiö eitt yfir þá tölu. En börnunum fjölgaöi smátt og smátt og skólinn varö allt of lltill. Var þá reist viðbótvið hann áriö 1921. Sama ár var einnig reist leikfimihús rétt hjá skólanum. Hefur siðan veriö haldið uppi reglulegri kennslu I leikfimi i skólunum, en áður hafði sllk kennsla verið mjög I molum. Flensborg þriggja vetra skóli. Af Flensborgarskóla er það að segja að hann hafði veriö tveggja vetra skóli frá byrjun en var breytt i þriggja vetra skdla og luku fyrstu gagnfræöingarnir með þriggja vetra nám prófi vor- ið 1914. Og 1916 gerðistþað aö þrir nemendur úr skólanum þreyttu meö góöum árangri inntökupróf inn i lærdómsdeild Mennta- skólans i Reykjavik, en bæta höfðu þeir þurft við sig námsefni um fram aöra menn i gagnfræða- bekknum. Var þetta siöan flest ár eöa þar til landsprófiö svonefnda kom til sögunnar að einhverjir nemenda úr Flensborg gengju undir inntökupróf í Mennta- skólann i Reykjavik eða á Akureyrieftir að skólinn þar fékk réttindi til aö útskrifa stúdenta (1927). Einkennileg tilviljun. Það er dálitið gaman að veita þvi athygli hve margir merkisat- burðir I skólasögu Hafnarfjarðar hafa borið upp á áratugsafmæli skólastarfseminnar, — af einskærri tilviljun. A háifrar aldar afmælinu, 1927, var nýtt barnaskólahús tekiö til notkunar. Það stóö á Gerðistúni við Hamarskotslæk, og var eitthvert vandaðasta skólahús sem þá var til á landinu. Það skólahús var þvi hálfrar aldar gamalt á siöastliönu hausti. Iðnskóli var stofnaður i bænum um likt leyti. Þaö er upphaf þess máls að 1926 skrifuöu þeir Páll Jónsson járnsmiður og Emil Jónsson bæjarverkfræðingur, siðar alþingismaður og ráöherra, bæjarstjórn bréf og báðu um húsnæði fyrir námskeið fyrir iðn- nema. Var þvi vel tekiö, námskeiöið komst á, Emil Jóns- son stjórnaði þvl og annaðist mestalla kennsluna sjálfur. Arið 1928 tók iönaöarmannafélagiö að sér rekstur skólans, en Emil varö skólastjóri. Skólinn var kvöld- skóliog til húsa I barnaskólanum. Ný menntunarvakning. Á þessum árum var mikil hreyfing I þjóðfélaginu, bæöi i einstökum byggðarlögum við sjó eða I sveit og einnig á alþingi. Ný- irmenn taka að láta að sér kveða, nýjar hugmyndir og ný stefnumiö ryöja sér til rúms. 1 stjórnartfð Jónasar frá Hriflu rak hver lög- m >

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.