Fjallkonutíðindi - 01.12.1915, Qupperneq 8
6
Fjallkonulíðindi.
dönsku, því er nefnist »Historisk Tidskrift«. Næst kom
út í »Safni til sögu íslands«, 1896, löng og ítarleg ritgerð
um Skúla Magnússon, landfógeta. 1897 kom út í »Hist-
orisk Tidskrift« ritgerð um einokunarverslunina á íslandi,
»Den danske regering og den islandske monopolhandel«.
Árið 1902 kemur út »Oddur Sigurðsson lögmaður«. 1903
»íslenzkt þjóðerni«. 1906 »Gullöld íslendinga«. 1910 »Dag-
renning«. 1911 mikið rit um Skúla Magnússon, landfógeta,
og er þar hin fyrri ritgerð um sama efni aukin mjög.
Auk þessara rita komu og ýmsar ritgerðir út eftir Jón í
tímaritunum, Eimreiðinni og Skírni, ýmislegs efnis, og
víðar.
Fram að þessu ári, hafði Jón sint ýmsum störfum.
Hann hafði verið tvo vetur kennari við lýðháskóla í Valle-
kilde (veturna 1892—93 og 1895—96). Þingstyrk fekk
hann til sagnaritunar 1897 og hélt þeim styrk oftast síðan
til 1911. 1897 flutlist Jón heim hingað og hefir dvalist hér
oftast síðan. Um aldamótin hafði Jón ritstjórn blaðs þess,
er »Elding« liét, en eigi var það lengi. Um það leyti lék
hann fyrir »Leikfélag Reykjavíkur« og þótti frábærlega
góður leikari, enda var hann á yngri árum sínum orðlagð-
ur söngmaður. Alþýðlega fyrirlestra flutti hann þá hér í
Reykjavík oft, og var jafnan liúsfyllir hjá Jóni, svo að
eigi munu fyrirlestrar annara manna hafa verið jafnvel
sóttir sem lians. Einn vetur hafði hann og á hendi kenslu
í sögu í lærða skólanum, og var kensla hans mjög vel
rómuð. 1906 varð hann bókavörður i Landsbókasafninu
og hélt því starfi til 1911 um haustið, er liann varð dósent
við háskóla íslands. Það ár varð hann og þingmaður
fyrir Reykvíkinga og sat á þingi 1912 og 1913 og var þá
skrifari í neðri deild. í fánanefndinni átti Jón sæti og
hefir ritað sögu fánamálsins í skjTslu nefndarinnar, »ís-
lenzki fáninn«, sem út kom 1914.
Af þessu,- sem nú hefir verið talið má sjá það, að
Jón leggur margt á gerva liönd. Enda er hann starfs-
maður mikill og leysir verk sín af hendi með meiri alúð
og prýði en flestir menn aðrir.
Dósent varð Jón, sem áður er sagl, við háskóla ís-