Fróði - 01.01.1912, Síða 10

Fróði - 01.01.1912, Síða 10
204 FRÓÐI. René fann sig snortinn af ræðu Alice; hann fór án þess að segja eitt einasta orð. “Hamingjan hjálpi mér! hvað hún er fögur’’; sagði René við sjálfan sig um leið og hann gekk um þrönga strætið. “En hún á ekki að verða rnín — ekki mín”. Hann reyndi að hressa sig og vera glaður. Dagarnir liðu og loks korn hinn mikli veisludagur. Það var heiðskír, stjörnubjört nótt það kvöld og frost allrnikið. Napur vindur af norðvestan. Roussillon, kona hans, Alice og Beverley urðu öll samferða til “hússins við ána”. Þangað var komið á undan þeim fjöl- menni mikið. Nálega aliir bæjarbúar voru þar saman komnir. Nokkrir eldar höfðu kveiktir verið fyrir utan húsið, því húsrúm var ekki nægdegt slíkum fjölda; ef rúm ætti a'ð vera viðunanlegt fyrir dansendur. Glaðværir mannflokkar höfðu safnast að eld- unum, en inni í húsinu dundu við fiðlutónar. Allir hlóu og töl- uðu í senn. Þar mátti heyra fjörugt tungutak og fótatak eftir hljóðfalli. Þú myndir hafa orðið hissa ef þú hefðir komist að því, að Jazon frændi var sá er lék á fiðluna; en þarna sat hann eins og konungur í hásæti, — en samt úti í einu horninu — beygjandi sig fram og aftur sem á lífróðri, olnbogarnir gangandi upp og niður, en á skallann skein sem á afbleiktan lauk. Munnurinn gekk frá öðru eyranu og út að hinu samferða fiðluboganum. Það vakti allmikla eftirtekt er Roussillon kom með liði sínu, því er áður er nefnt. En sérstaklega var það kjóll Alice, er mönnum varð starsýnt á. Af honum lagði nokkurs konar glampadýrð í augu fólki þessu, er með öllu var óvant skrautbún- ingi. Konurnar voru sem þrumu lostnar; stúlkurnar gláptu undrandi og öfundsjúkar. Karlmenn, eldri og yngri, gáfu aug- unum fult frelsi, að njóta fegurðar þessarar. Það var líkast því sem drotning, skrýdd tignarklæðum sínum, hefði komið inn í ljóta, óhreina bjálkakofann. Jazon frændi kom auga á hana, og snögghætti að spila. Dansendurnir þyrptust saman í hóp og hættu dansinum. En hún

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.