Fróði - 01.01.1912, Side 26

Fróði - 01.01.1912, Side 26
220 FRÓÐI þeim varö ekki aö því. Temuchin var bæöi vitur og haröfengur. Hann snerist öndverður móti þeim og baröist ár eftir ár í rúm 20 ár, eða þangaö til áriö 1206. Þá var veldi hans orðið svo mikið, að hann tók sér keisara tign. Vildu þá vinir hans að hann tæki sér nafn annað og nefndu hann Jenghis-Khan, en þaö þýðir “fullhuginn”. Ekki linti hann hernaði fyrir þetta, þvf nú fór hann fýrgt móti Polo Naimaina höfðingja. Vann hvern sigurinn eftir annan og hrakti þá lengst noröur í Síberíu. Síöan réðst hann móti Kin Tartörum. En þeir voru mestir hermenn þar eystra og höfðu lagt undir sig suðurhluta Manchúríu og norðausturhluta Kínaveldis. Það fór sem vant var, hann vann hvern sig'urinn eftir ann- an, braust yfir kínverska múrinn og lagði landið undir sig. Þá var hann kominn í land miklu betra og frjórra, en hann hafði áður. Þarna settist hann að og næsta ár, 1213, sendi hann hersveitir sínar út um Kínaveldi og stóð ekkert fyrir þeim. Naimanahöfðinginn Kushlek, sem Jenghis-Khan hafði unniö sigur á fyrir nokkrum árum hafði fiúið til höfðingja Khitaþjóð- anna og var þar í góðum fögnuði. En meðan Jenghis Khan var að leggja undir sig eitt ríkið eftir annað í Kínaveldi fékk Kush- lek leyfi hjá velgerðamanni sínum Iíhitan-Khan að safna saman herflokkum sínum sem tvístrast höfðu og flúið norður um Síberíu eftir ósigurinn fyrir Jenghis Khan. Til þessa gekk nokkur tími, en þegar Kushlek var búinn að ná mestu af þeim saman, þá fór hann á fund Mahómetsshah eða höfðingja í Khuaresm og fékk hann í félag með sér að ráðast móti Khitan Khan, sem þó hafði reynst honum best þegar mest lá á. Þeir fóru svo með her rnikinn á hendur honum, unnu sig- ur og neyddu hann til að selja af höndum lönd og veldi, settist svo Kushlek í ríki hans og þóttí mikill höfðingi aftur. En jafn skjótt og hann kom því við, fór hann að búast móti Mongólum og Jenghis-Khan. Jenghis-Khan brá við skjótlega, er hann frétti þetta, og sneri móti honum, og undir eins og fund- ir urðu varð þar tnikil orusta. Jenghis-Khan fékk sigur, sem vant var, og tók Kushlek höndum. Voru honum véittur skjótar

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.