Fróði - 01.01.1912, Side 28

Fróði - 01.01.1912, Side 28
222 FRÓÐI. Á leið þeirra voru margar borgir víggirtar en þær féllú allar í hendur þeirra. Þegar til Bokhara kom settust þeir um borgina og sátu um hana um hríð, en unnu hana bráðlega. Þegar þeir komu inn í borgina stefndi Jenghis að musteri einu miklu, þeirra Mahómetsmanna, og er hann gekk upp tröppurnar er sagt, að hann hafi kallað til manna sinna: “Heyjið er slegið piltar, farið og gefið hestum yðar”. En þeir þurftu ekki meira, þeir tóku til að ræna borgina. Hefir það verið ófagur aðgangur, því hver maður var drepinn sem náðist en konur svívirtar. Og er þetta hafði gengið í nokkra daga slógu þeir eldi í borgina og brann hún öll upp neina fáein musteri og hallir nokkrar. Þar hafði verið inentun mikil og var Bokhara kölluð: “borg vísindanna”, en þetta var nú eftir af henni, þegar Mongólar voru búnir að fara höndum um hana. Frá rústum Bokhara hélt Jenghis-Khan til Samarkand, sem vér höfum kanske lesið um í þúsund og einni nótt,. og þaðan til Balkh. Þær gáfust báðar á vald hans. En alt fyrir það voru íbúar þeirra höggnir niður og borgirnar rændar. Dvaldist Jeng- his-Khan þar nokkra hríð og beið eftir liði. En hélt svo suður til móts við Jalaluddin, höfðingja Tyrkja- Mætti hann honum á bökkum Indusfljótsins. Sló þeim þar saman og varð hin grimmasta orusta. Vörðust Tyrkir af hinni mestu hreysti. En þeir voru liðfærri og rofnuðu fylkingar þeirra. Stóð orustan á vesturbakka fljótsins, en það er eitt af stórfijótum heimsins og rennur þar í þunguin straumi milli tuttugu feta hárra bakka. Jalaluddin hafði barist af mikilli hreysti, en þegar hann sá, að alt var tapað og liðsmenn hans allir flúnir, þá fær hann sér hest óþreyttan og hleypti af bakkanuin í fljótið. Var það dirfskuverk, en ekki um gott að velja og komst hann yfir. Sendi Jenghis sveitir miklar á eftir honum, en þær náðu honum ekki og flúði hann til Delhi á Indlandi. En þeir sneru aftur. Eyddu þá Mongolar hin auðsælu héröð Lahore, Peshaw- ur og Melikpur. En svo frétti Jenghis, að íbúar borgarinnar Herat hefðu rekið af sér jarl þann, sem Túlí sonur hans hafði sett yfir borgina. Vai borg sú í Afghanistan. Borgarbúar settu annan í staðinn. Þessu reiddist Jenghis, og sendi 80 þúsundir

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.