Good-Templar - 01.01.1898, Side 6

Good-Templar - 01.01.1898, Side 6
2 góðs og gleðilegs nýárs. Vér óskurn, iið bindindismálið megi á nýbyrjuðu ári njóta sömu velvildar og aðstoðar þeirra eins og hingað til, og þökkum þeim jafnframt fyr- ir alla viðleitni þeirra í að styðja og styrkja bindindis- málið á liðnu ári. En þó óskum vér þess öðru fremur þessum mönnum til handa, að vér um næstu áramót get- um þakkað þeim fyrir unnið starf, ekki að eins sem sönnum bindindismjtrm heldur og sem sönnum bindindis- mönnum. I þriðja lagi óskum vér öllum hófdrj/klcjumönnurn góðs og gleðilegs nýárs. Oskum þess af heilum hug, að þeim megi skiljast það ti! fulls, að eptirdæmi það, sem þeir gefa öðrum, einkum breyzkum mönnum og ungling- um, er alls eigi gott, en leiðir margan afvega. Óskum þess, að þeir sjái það af dæmi þeirra manna, sem orðið hafa drykkjumenn á liðnu ári eða haldíð áfram að vera það, hvert hófdrykkjan opt og einatt leiðir, og að þeir eiga einhvern þátt í því, meiri eða minni, að tala drykkjumanna og áfengisnautnin fer enn þá eigi minnk- andi að neinum mun, þrátt fyiir itarlegar tilraunir vor bindindismanna. Vonum þvi, að þeir megi sem flestir sjá að sér í þessu efni og verði bindindismenn á þessu ári, hvort sem þeir svo ganga í lögbundinn bindindisfé- lagsskap eða ekki. I fjórða lagi óskum vér öllum dryklcjumönnum góðs og gleðilegs nýárs. Oskum þess hjartanlega, að þeir láti sín eigin og annara viti sér að varnaði verða, og að þeir ekki að eins sjái, því það gjöra þeir margir, hvar þeir eru staddir, hvert ofnautnin hefir leitt þá og hvern- ig hún hefir leikið þá, heldur og að þeir snúi algjörlega við henni bakinu, hverfi aptur af þessum vonda vegi og verði með guðs hjálp og aðstoð bindindismanna að ný- um og betri mönnum, bæði i þessu tilliti og öðru. Þá verður þetta nýbyrjaða ár sannarlega gott, gleðilegt og farsælt ár fyrir þá, en að öðrum kosti ekki. Að endingu óskum vér góðs og gleðilegs nýárs öll- um hinum mörgu ungu mönnum, sem staddir eru á

x

Good-Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.